Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 30

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 30
Gunnar E. Finnbogason og Halla Jónsdóttir og fullorðinn einstaklingur sem þekkir vel til barnsins er mikilvæg forsenda þess að það þroskist. Þess vegna er kennarinn mikilvæg persóna í lífi barnsins. Hann og foreldrar barnsins skapa í sameiningu forsendur fyrir auknum þroska og byggja upp gagnkvæmt traust sem einungis skap- ast í mannlegum samskiptum. Að innleiða réttindi barna í skólastarfi er mikil áskorun og í því sambandi er hlutverk kennarans mikilvægt (Juul, 2005; Sommer, 2010). í þessari grein eru sérstaklega skoðuð nokkur siðferðileg álitamál og hagsmuna- árekstrar sem upp geta komið við beitingu á vissum ákvæðum sáttmálans. Einnig er fjallað um þá uppeldislegu hagsmuna- árekstra sem skotið geta upp kollinum þegar árekstrar verða milli gilda foreldra og barns. Til að geta greint þessi fyrirbæri er mikilvægt að þekkja tilurð sáttmálans og þá sýn á börn sem þar er að finna. Rétt er að taka fram að þar sem lítið er til af ís- lenskum rannsóknum á áhrifum sáttmál- ans á aðstæður barna (sjá nánar: Ágúst Þór Árnason (1994) og Þórhildi Líndal (2007; 2011)) er mikið stuðst við rannsóknir frá Svíþjóð og öðrum Norðurlöndum þar sem höfundar greinarinnar þekkja best til. Sáttmáli verður til Meginhugmyndafræði Barnasáttmálans er að tryggja réttindi allra barna til að fá grundvallarþörfum sínum fullnægt, veita þeim vernd gegn ofbeldi, misnotkun og mismunun, auk þess sem tekið skal tillit til skoðana þeirra (Þórhildur Líndal, 2007). Barnasáttmálinn er hluti af alþjóðlegu samkomulagi um mannréttindi (Ágúst Þór Árnason, 1994). Þau lönd sem gerast aðilar að sáttmálanum taka á sig þá skyldu að laga lög og reglur að inntaki sáttmálans (Ágúst Þór Árnason, 1994; Staaf og Zan- derin, 2007). Sáttmálinn tilgreinir þau rétt- indi sem börn hafa en það er síðan hlut- verk ríkisins og stjórnvalda að sjá til þess að ákvæði sáttmálans séu virt. Þau bera einnig ábyrgð á framkvæmdinni en í raun eru það foreldrar eða forráðamenn barna sem bera mestu ábyrgðina. Þau skulu hafa að leiðarljósi það sem barninu er fyrir bestu þegar ákvarðanir er snerta bamið eru teknar (sbr. grein 3). Það er síðan ríkið sem ber endanlega ábyrgð á hag allra barna þegar allt annað bregst. Sáttmálinn gerir því ráð fyrir tvenns konar skyldum. Annars vegar em það taumhaldsskyldur (þ.e. skyldur sem snúast um hvað megi gera) og hins vegar verknaðarskyldur (þ.e. skyldur til að gera tiltekna hluti). Taum- haldsskyldur kveða á um að við gerum ekki öðmm mein en verknaðarskyldur eru hins vegar skyldur til verka, að koma öðr- um til hjálpar (Ólafur Páll Jónsson, 2011). Við hvað er átt þegar talað er um rétt- indi bama? Oft er talað um þarfir barna og þroska í sáttmálanum en hvað með rétt- indi þeirra? Fyrsti vísirinn að Barnasátt- málanum, eins og við þekkjum hann í dag, var Genfaryfirlýsingin frá árinu 1923 um réttindi barna (Englundh, 2009; Þórhildur Líndal, 2011). Genfaryfirlýsingin innihélt eftirfarandi atriði: (1) Litið er á barnið sem fullgilda manneskju. (2) Barn á rétt á því að komið sé fram við það af sömu virðingu og fullorðna. (3) Ekki má beita barn ofbeldi, misnota það eða á annan hátt svipta það friðhelgi. (4) Barn hefur rétt til að alast upp við frið, en á stríðstímum á bamið alltaf að hafa forgang (Englundh, 2009). 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.