Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 35

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 35
Það sem barni er fyrir bestu. Ögrandi viðfangsefni? Spurningar tengdar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur það þörf fyrir að taka á móti og veita kærleika í sínu nærumhverfi og að fá ráðrúm til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Onnur mikilvæg forsenda þroska er um- hverfi sem mætir þörfum barnsins fyrir hvatningu og vináttu, auk stuðnings frá einhverjum fullorðnum við að setja sér mörk og taka ábyrgð á eigin lífi. Þó að börn fái ekki öllum þessum þörfum sínum full- nægt er í sumum tilfellum hægt að bæta þeim það upp síðar meir (Gustafsson, 2011; Haugli, 2012). Ákvæðinu í Bamasáttmálanum um að það sem sé barni fyrir bestu skuli hafa forgang í málum sem varða það er ætlað að tryggja rétt barnsins til þroskavænlegs umhverfis. í starfi sínu þarf kennarinn því að mæta þessum þörfum og skapa aðstæð- ur til aukins þroska. Siðferðileg álitamál og hagsmunaárekstrar í skólanum mætast nemendur og kenn- arar á misjöfnum aldri, kyni og með ólíkan félagslegan og menningarlegan bakgrunn. Hversdagurinn í skólanum einkennist af breytilegum aðstæðum. Gert er ráð fyrir að nemendur og kennarar geti umgengist félagslega og átt gagnkvæm samskipti í mörg ár. Að sjálfsögðu eiga sér stað átök og ágreiningur sem þarf að leysa í sátt. Upp geta komið siðferðileg álitamál sem kennarinn þarf að takast á við, sérstaklega þegar hagsmunir stangast á. Góð samskipti við önnur börn og hinn fullorðna eru for- senda þess að vera viðurkenndur og sam- þykktur af öðrum. Öll góð samskipti hjálpa nemendum að sjá sitt eigið gildi og gildi annarra (Halla Jónsdóttir, 2010). Samtal og ígrundun eru bestu verkfærin í skólastarfi til að skapa jákvætt námsumhverfi og gott andrúmsloft í skólanum. Um leið eru þetta fyrirbyggjandi aðgerðir sem vinna gegn átökum og árekstrum og þannig eru rétt- indi barna einnig tryggð. í kennarastarfinu geta skapast aðstæð- ur þar sem ýmsir hagsmunir takast á og kennarinn þarf að taka erfiðar ákvarð- anir, til dæmis þegar hagsmunir nemenda stangast á. Kennari hefur tvo nemendur sem þurfa sérstaklega á stuðningstímum að halda til að ná árangri í náminu. Nú fær kennarinn helmingi færri tímum út- hlutað en hans faglega mat gerði ráð fyrir þegar sótt var um stuðningstíma. Hvernig er þá réttast að deila þessum tímum milli nemendanna? Þessi staða setur kennarann í vanda og hann þarf að takast á við erfitt siðferðilegt álitamál. Hagsmunaárekstra milli barna og for- eldra getur verið erfitt að leysa. Fjölskylda ákveður að flytja sig um set. Faðirinn í fjöl- skyldunni hefur fengið draumastarf á öðr- um stað og móðirin telur að flutningurinn geti skapað henni nýja atvinnumöguleika. En sonurinn á heimilinu segir nei. Honum líður vel í skólanum og á þar góða vini og þess vegna vill hann ekki flytja. Hvaða hagsmunir eiga að hafa forgang við þessar aðstæður? Álíka árekstrar geta átt sér stað þegar hagsmunir barns stangast á við sam- félagslega stefnumörkun í t.d. uppeldis- og menntamálum. Börn eru viðkvæmur hóp- ur og þurfa þess vegna sérstakan stuðning og vernd og því varð Barnasáttmálinn til; til að standa vörð um réttindi þeirra. Það eru ekki eingöngu börn sem eru viðkvæmur hópur í samfélaginu heldur mætti nefna aðra hópa eins og aldraða,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.