Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 100

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 100
Vanda Sigurgeirsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson 2004). Er vonandi að á menntavísindasviði öllu verði þjálfun og fræðsla um eineltis- mál tekin fastari tökum en gert hefur verið. Lokaorð Eins og fram hefur komið hefur nám í tóm- stunda- og félagsmálafræði verið í stöðugri þróun og óhætt er að segja að námið hafi tekið stakkaskiptum á síðustu árum (Jakob F. Þorsteinsson, 2014). Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt og með staðnámi, sem hófst haustið 2009, hefur námið eflst til muna. Þá eru kennarar við námsbrautina mjög áhugasamir um að efla námið enn frekar. Ekki er víst að allir átti sig á mikil- vægi þessa náms en óhætt er að segja að nám í tómstunda- og félagsmálafræði gegni veigamiklu hlutverki í íslensku samfélagi. Neikvæðar og jafnvel ólöglegar athafnir í frítíma geta haft mjög skaðleg áhrif, bæði á einstaklinga og samfélagið í heild (Leitner og Leitner, 2012) og mennt- aðir tómstunda- og félagsmálafræðingar gegna lykilhlutverki í því að leiðbeina landsmönnum inn á jákvæðar brautir er kemur að tómstundum og frítíma. Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar er óhætt að fullyrða að Háskóli íslands standi sig vel í að mennta tómstunda- og félagsmála- fræðinga og að góður árangur hafi náðst, þótt alltaf megi gera betur. Það afmarkar rannsóknina að ekki er hægt að byggja á samanburðarrannsókn- um á fræðasviðinu en þrátt fyrir töluverða leit á ensku og norðurlandamálunum fundust ekki slíkar rannsóknir. Þá er mikilvægt að fram komi að rannsakendur þekkja þátttakendur nokkuð vel sem kenn- arar við brautina. Rannsakendur standa því að sumu leyti nálægt þátttakendum og svör þeirra geta af þeim sökum verið jákvæðari en ella. Þá eru þátttakendur í rannsókninni frekar fáir en það rýrir í raun ekki gildi hennar því um þýðisrannsókn er að ræða. Um 75% brautskráðra nemenda svöruðu könnuninni, sem er mjög vel við- unandi, og má ætla að niðurstöðumar gefi góða mynd af viðhorfi fyrmm nemenda til náms í tómstunda- og félagsmálafræði. Rannsóknin hefur fyrst og fremst hag- nýtt gildi og veitir mikilvægar upplýs- ingar sem hægt er að nota til að þróa og efla námið og fræðasviðið í heild. Eins og fram hefur komið er rannsóknin liður í yfirstandandi vinnu á námsbrautinni sem miðar að því að efla námið, auka gæði þess og marka stefnu til næstu ára. Ef dregnir em saman þeir þættir sem mikil- vægast er að bæta þá þarf að auka fræði- legar kröfur til nemenda og styrkja hinn fræðilega grunn námsins, m.a. með gerð námsefnis og rannsóknum. Líklegt er að þannig fáist betri undirbúningur nemenda undir frekara nám og starf. Til þess að fá heildstæða mynd af náminu, gæðum þess og gagnsemi þarf auk þess að leita til fleiri hagsmunahópa en brautskráðra nemenda til að fá sjónarmið fleiri aðila. Mikilvægir hagsmunahópar eru félög eins og Félag fagfólks í frítímaþjónustu og Samtök fé- lagsmiðstöðva á íslandi svo og regnhlífa- samtök eins og Æskulýðsvettvangurinn og Landssamtök æskulýðsfélaga. Einnig er mikilvægt að leita til fræðimanna innan háskólasamfélagsins sem starfa á fræða- sviðum tengdum tómstundafræðinni og til þeirra sem bera ábyrgð á æskulýðsmálum 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.