Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 107

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 107
Viðhorf til samþættingar skóla- og frístundastarfs í fjölmenningarskóla Samkvæmt lögum um grunnskóla skal boðið upp á félags- og tómstundastarf inn- an hvers skóla. í Aðalnámskrá grunnskóla er lögð sérstök áhersla á jafnrétti til náms fyrir alla, og er það á ábyrgð skólastjórn- enda hvers skóla að innleiða fjölmenn- ingarlega stefnu (Mennta- og menningar- málaráðuneyti, 2011). Fellaskóli hefur undanfarin ár byggt upp þjónustu fyrir fjölbreyttan nemendahóp, en um 70% nem- enda búa við annað móðurmál en íslensku heima við. Haustið 2012 hófst þróunar- verkefni sem fólst í samþættingu skóla- og frístundastarfs fyrir börn í 1. og 2. bekk. Markmiðið með breyttum starfsháttum var að auka þátttöku nemenda í frístunda- starfi, auka viðveru þeirra í íslensku mál- umhverfi og efla kunnáttu í máli og læsi. Hér er greint frá niðurstöðum rannsóknar á fyrsta ári verkefnisins sem gerð var vorið 2013. Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla hagnýtra upplýsinga sem nýttust stjómendum og starfsfólki við að þróa og bæta starfshætti. Einnig var markmiðið að afla þekkingar um samþættingu skóla- og frístundastarfs í ljósi kenninga um fjöl- menningarlegt skólastarf og gildi félags- og frístundastarfs. Meginspurningin sem rannsakendur höfðu að leiðarljósi var: Hvaða lærdðma md draga af reynslu barna, starfsfólks ogforeldra afsamþættingu skóla- og fri'stundastarfsins? Gögnin vom skoðuð í ljósi kenninga um fjölmenningarlegt skólastarf, um mikil- vægi félagsfærni og tengslamyndunar og síðast en ekki síst, kenninga um tengsl skóla- og frístundastarfs. Þessar kenn- ingar eiga það sameiginlegt að byggjast á valdeflandi hugmyndafræði þar sem litið er svo á að nemendur taki virkan þátt í mótun eigin menntunar (Banks, 2007). Því er hér litið á börn og foreldra sem mikil- væga þátttakendur í þróun skóla- og frí- stundastarfs, og skoðað er hvaða lærdóm megi draga af reynslu þeirra. Enn fremur er fjallað um viðhorf starfsfólks; kennara, stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbein- enda. Greinin er þannig uppbyggð að fyrst er fjallað um fræðilegan bakgrunn, þá framkvæmd rannsóknarinnar og gagna- öflun, en síðan kemur niðurstöðukafli sem greinir frá viðhorfum og mati þátt- takenda á samþættingu skóla- og frístund- astarfsins. Loks eru niðurstöður ræddar í Ijósi fyrri þekkingar og ályktanir dregnar af rannsókninni. Tilurð og markmið þróunarverkefnisins Framtíðarsýn Fellaskóla er sú að allir finni sig á heimavelli í skólanum og að styrkur fjölmenningar sé nýttur sem auðlind í hverju því starfi sem fram fer í skólanum. Fellaskóli starfrækir ekki móttökudeild en þar býðst nemendum þó viðbótarstuðning- ur í íslenskunámi. í skólanum er „litið svo á að menningarlegur fjölbreytileiki auðgi skólastarfið og lögð er áhersla á að virðing sé borin fyrir uppruna og menningu ein- staklinga" (Fellaskóli, 2013a). Hugmyndin að verkefninu varð til innan veggja skól- ans og kallaði sérstaða hans á nýjar að- ferðir til að auka þátttöku barna á yngsta stigi í frístundastarfinu (Reykjavíkurborg, 2012). í ágúst 2012 samþykkti Borgarráð Reykjavíkur tillögu að þróunarverkefninu. Verkefnið fékk tveggja ára reynslutíma og hófst haustið 2012. Markmið breytinganna 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.