Skírnir - 01.01.1876, Qupperneq 22
22
ALMENN TÍÐINDI.
getaS afrekaí svo mikiS. Landbréfin af Rússlandi sjálfn gáfu
hinum heldur ekki eptir í gæ8um og nákvæmni. Af öÖrum merki-
legum gripum má einkum nefna loptstein fann hinn mikia,
42,000 punda aö fcyngd, er Nordenskjöld fann viÖ vesturströnd
Grænlands áriö 1870, djásn og gimsteina Khivakonungs, er
Rússar náÖu frá honum í herförinni 1873, verkfærin, sem Frakkar
notuöu, er kveldstjarnan Venus gekk fyrir sólina 1874, og margt
fleira. Noröurlönd tóku líka mikinn og góÖan J>átt í sýnin'gu
þessari. Danmörk og SvíþjóÖ fengu fyrstu verÖlaun, en þaö var
heiöursskjai, fyrir iandbréf sín; Nordenskjöld prófessori var og
sent heiÖursskjal fyrir feröir sínar og uppgötvanir. Hiö íslenzka
Bókmenntafélag var sæmt verölaunum (af 2. flokki) fyrir hiö
ágæta landbréf Bjarnar Gunnlaugssonar af íslandi. Antiquitates
Americanae, hiö ágæta rit fornfræöafélagsins um fund Vesturheims
(áriö 1000) og fornmenjarnar, sem þar eru enn eptir íslend-
inga, var og sent til sýningarinnar, og þótti merkilegt; þaÖ sýnir
meöal annars aö Islendingar, þó fáir séu, hafi gjört sitt til fram-
faranna í þessa stefnu, og ekki staÖið mjög á haki annara.
Jafnframt sýningunni var haldinn landfræöingafundur,
sem áöur er á drepið, í Stéttasalnum mikla í Tígulhöllinni, og
stóð sá fundur í 12 daga (1—12. ág.). Um 1500 nafnfrægra
vísindamanna voru þar samankomnir, úr öllum löndura, og þar-
aðauk margir, sem ekki tóku þátt í umræðunum. Formaöurinn
fyrir allri samkomunni var hinn nafnkunni Napóleonssinni aðmíráll
de la Ronciére le Noury. Af Frökkum voru þar aðrir einna
nafnfrægastir: mannfræöingurinn Quatrefages, og einkum Ferdinand
de Lesseps, upphafsmaður Suez-skurðarins. Hann var sá af
fundarmönnum, er mest lof fékk og virðiugu fyrir framkvæmdir
sínar. Hver lofræðan á fætur annari dundi á honum allan fundinn
út. Af öðrum vísindamönnum er helzt að nefna formennina fyrir
hinum helztu landfræðingafélögum, svo sem Rawlinson frá Eng-
landi, nafnfrægan af bók sinni um fornleifar Ninivehorgar og
mörgu fleira, Richthofen frá þýzkalandi, Simenoff frá Rússlandi,
Schweinfurth frá Egyptalandi, Hochstetter frá Austurríki, Correnti
frá Ítalíu, Hun Palloy frá Úngaralandi, d’Hane Steenhuyse frá
Belgíu, Weth frá Hollandi og ýmsa fleiri, svo sem Aíríkuferða-