Skírnir - 01.01.1876, Síða 152
152
DANMÖRK.
því aS nppsberan var me& lakara móti áriö áSor, og útflntningnr
því lítill fyrri hluta ársins 1875. Fjárhagnr ríkisins er i bezta
lagi, einsog ab undanförnu, en ekki hafa þó Danir farib me8
öllu varhluta af peningaeklu þeirri og verzlunarhallæri, er
svo mikiS hefir kve8i8 aS um þessar inundir í öbrum löndum,
einkum á þýzkalandi. Allt hefir hækkaB í verSi á seinni árum,
og síSan 1850 telst svo til, aS allar vörur hafi stigiS aS meSal-
tali um þriSjung verbs (35%), og þykir þaS eigi lítiS. Yinnu-
laun hafa því jafnframt hækkaS ár frá ári og meS þeim hvab af
öSru. Hvert hlutafélagiS hefir og veriS stofnaS á fætur öSru,
og meSal þeirra húsagerSafélag eitt mikiS í Kaupmannahöfn
(1873). ÁSur var orSiS þar mjög erfitt um húsrúm og leigan
af þeim afarhá; bjóst því fálagiS viS miklum ágóSa, og byggSi
hvert stórhýsiS eptir annaS, en bráSum kom þaS í ljós, aS fólks-
fjöldinn jókst ekki aS sama skapi, og mörg húsin standa því
alveg auS. HúsgerSarfélagiS heldur raunar enn áfram, en sagt
er, aS fjárhagur þess sé ekki í sem beztu lagi, og því muni
brátt verSa lyfjuS elli, ef ekki rætist neitt úr Líkt stendur á
fyrir sumum öSrum hlutafélögum, og hafa jafnvel nokkur þeirra
fariS á höfuSiS í fyrra, en þó fá af þeim, sem nokkuS kveSur aS.
Af nýjum járnbrautum leggja Danir talsvert á ári
hveiju, enda er þeim hægra um vik, en mörgum öSrum, þar
sem landiS er næstum allt saman marflatt. í byrjun fyrra árs
vígSu þeir nýja járnbraut frá Höfn til Kallundborgar á Sjálandi,
og í júlí höfSi þeir lokiS annari afarlangri um SuSur- og Vestur-
Jótland. Sú járnbraut er ríkiseign. þaraSauk hafa ýmsar fleiri
veriS lagSar áriS sem leiS, einkum um Fjón og NorSur-Jótland.
4. ágúst í fyrra andaSist hiS víSfrægasta skáld Dana,
sem þá var uppi, Hans Christian Andersen. Hann var fæddur
2. apríl 1805 í Óbinsey á Fjóni. FaSir hans var fátækur skó-
smiSur, og Andersen átti því mjög erfitt uppdráttar framanaf.
14 ára gamall fór hann til Kaupmannahafnar og vildi þá byrja
lærdóm; fé hafSi hann ekki, en gáfur nógar og einbeittan vilja aS
komast fram. Margir af vísindamönnum Dana kynntust þá ungi-
ingnum og sáu fljótt hvaS í honum bjó, og útveguSu honum styrk
til skólanáms. þegar í barnæzku hafSi hann hneigzt aS skáldskap,
og hafBi lesiS flest iiiu betri skáldrit og ort talsvert, er hann