Skírnir - 01.01.1876, Page 39
SLYSFARIR.
39
úr flota Englendinga, Vanguard, var reki8 í kaf af ö&ru bryn-
skipi, sem hét Iron Duke. J>a5 var um nótt í niðaþoku; Van-
guard hafSi nálega rekiS sig á seglskip, og var því snúið dálítiS
vií, en í sama hili kom Iron Duke, sem gekk f kjölfari&, og rak
járnsprotann í Vangnard, 4 fet undir sjávarmáli, og skipiS sökk
svo fljótt, a8 mönnum varð meí naumindum hjargaS. — í des-
embermánuSi brunnu tvö skip á ánni Tems. AnnaS feirra hét
Goliath, en hitt Warsprite. BæSi voru fau skipuS munaSarlaus-
um drengjum, sem settir voru á þau til aS læra sjómennsku.
þaS var ætlun manna, aS drengirnir muni hafa kveykt í báSum
skipunum, og þannig viljaS komast undan. — Af öllum slysum,
sem urSu á árinu sem leiS, er ekkert eins hryllilegt, eins og
skipbrennan í Bremerhaven í desembermánuSi í vetur. Sagan er
í stuttu máli svona: 11. desember lagSi stórt póstgufuskip frá
borginni Brimum í l>ýzkalandi á leiS til Yesturheims. ASalfarra-
inn átti þaS aS taka í forhöfninni, Bremerhaven, og þangaS komst
£a& líka meíi heilu og böldnu. J>egar allar vörur ,voru komnar
um borS og allir farþegar, heyrSist allt í einu afarmikill hvellur,
þilfariS brast og menn og farangur köstuSust í lopt upp, og allt
lék á rei&iskjálfi. Um hundraS manna létu lífiS, og ennþá fleiri
skemmdust og limlestust. Margs var getiB til um orsökina.
Flestir ætlu&u aS kviknaS hefSi 1 einhverju eldnæmu efni í
kössum farþegjanna, því aS þaSan kom eldurinn. Enn bráSum
áttu menn aS verSa vísir hins sanna. Sama kvöldiS fréttist, aS
einn af farþegjunum, er nefndi sig William King Thomas, hefSi
reynt aB skjóta sig til bana í herbergi því, er hann bjó í á
skipinu. þetta þótti grunsamt, og þaS þvi heldur, sem vissa
fékkst fyrir því, a& hann átti kassa þá, sem kviknaS hafSi í.
MaSurinn var sóttur, og allt reynt til aB halda lífinu í honum,
þangaB til menn kæmust fyrir sannleikann. Hann var tregur til
sagna, en þaB fengu menn þó upp úr honum aS hann hefSi meS
vilja viljaS sprengja skipiS í lopt upp. Til þessa hafBi hann
fengib sér vél — helvél getum vér vel kallaS hana. J>aS var
nokkurskonar sigurverk, smíSaS af einhverjum bezta úrsmiS á
þýzkalandi. Hann heitir Fuchs, og á heima í Bernberg. J>aB
var þannig gert, aS þaB gat gengiS hljóBlaust í 8 daga, og um