Skírnir - 01.01.1876, Side 93
TJNNIR KARLUNGAR.
93
borgina viS illan leik, en Karlungar hlupu þá allir í vígiS, og
vörSust þaðan meS mikilli hreysti, svo aS hann fékk iengi engu
áorkaS. VígiS var umsetiS á allar hliSar, og skothríSin dundi
án áfláts, dag og nótt. Lizarraga, foringi Karlunga far, bjóst á
hverjum degi viS hjálp, en hún kom ekki; gekk svo lengi sum-
ars, aS þeir Martinez Carapos unnu ekkert. á, þangaS til seint í
ágúst (27.). aS þeir Lizarraga gáfu upp vígiB og voru allir her-
teknir. Dorregaray, er áSur var nefndur, hafSi ætlaS aS færa
þeim Lizarraga hjálp, en Martinez Campos fór á móti honum
meS nokkuS af hernum, sem sat um Seo de Urgei, og lauk þeirra
viBskiptum svo, aS Dorregaray varS aB flýja undan alla leiS
vestur á Navörru. þegar þangaS kom, þótti Karli honum löSur-
mannlega hafa farizt í hernaSi þessum öllum, og lét taka hann
höndum og kasta í dýflissu. Eptir þetta hröktu konungsmenn
alla Karlunga burt úr Katalóníu, og náBu því fylki alveg á sitt
vald. Leikurinn færSist nú meira austur á bóginn, því Karlungar
sátu þar enn í þrem héruSum, Arragón, Navörru og Biscayu, og
voru þar fjölmennir fyrir. Einn af herforingjum Alfons konungs
þar eystra hét Quesada. Hann vann um þessar mundir (í ágúst)
mikinn sigur á Karlungum sunnan til í Navörru, og stökkti þeim
norSur á bóginn, enn allt fyrir þetta barSist mjög í bökkutn meB
þeim hvoruratveggja allt sumariB út. ASalher Karlunga sat í
Biscayu, og unnu þeir þar mörg vígi aptur, setn konungsmenn
höfBu áSur tekiS, og á höfuBborgina í Navörru, Pampelónu,
skutu þeir lengi sumars og fram á haust, og tókst ekki konungs-
mönnum aS hrekja þá þaSan. Sá þá Spánarstjórn, aS hér vant-
aSi ekki nema herzlumuninn, aS láta til skarar skríBa meS
Karlungum, og gera enda á ófriSinum, en her þeim, er hún nú
hafSi á aS skipa, væri þaS ofætlun. J>a5 var því til ráSs tekiS
(í október), aB bjóSa her út af öllu landinu aS nýju, og urSu þaS
um 80 þúsundir vígra manna, er ailt var sent í skyndi norSur á
herstöSvarnar. Foringjarnir voru flestir sömu og áSur. Helztir voru
þeir: Quesada, Martinez Campos, Moriones, Prirao deRivera og Loma.
Skipti nú og um fyrir Karlungum, því aB upp frá þessu unnu þeir
engan sigur, sem teljandi er, en voru kvíaSir öllum megin og urSu