Skírnir - 01.01.1876, Qupperneq 104
104
ÍTALÍA.
Mirafiore, sonur Yiktors Emanúels í ö8ru bjónabandi, væri riBinn
vi8 þetta mál me8 greifanum, og jafnvel haft hann til þess. Menn
vildu hlífa konungi sem mest, því a8 þetta féll honum mjög þungt,
sem von var, en allt um þa8 var8 a8 fylgja réttindunum fram,
og konungsson var tekinn fastur í Bologna og færfiur fyrir dóm.
HingaStil hefir ekkert uppskátt oríið, því a8 hann neitar öllu
þverlega, og greifinn stendur enn á því, a8 hann sé einn sekur,
en líkur berast alltaf meiri og meiri á konungsson, og allir halda
hann því sannan a8 sök. Margir fieiri hafa og veriS teknir fastir,
sem grunur leiktir á í þessu máli.
í i8na8i, akuryrkju og verzlun hefir Ítalíu fleygt fram á
sí8ustu árum, enda gerir konungur og stjórn allt til a8 auka
framfarirnar í sem flestum greinum. Mörg héru8, sem á8ur voru
óyrkt, eru nú or8in frjóvsöm og þéttbýld, og ýmsar i8na8ar-
greinir, sem ekki þekktust á8ur, eru þar nú í bezta blóma.
Verzlunin eykst ár frá ári. Innfluttar vörur minnka, en útflutn-
ingurinn eykst árlega; hann var fyrir ári8 sem lei8 þrem milljón-
um líra rneiri, en fyrir 1874, og var þa8 einkum vínverzluninni
a8 þakka, því a8 hún fer alltaf vaxandi. Um 25 milljónir potta
af víni voru fluttir frá Italiu ári8 sem lei8, til annara landa,
og var þa8 miklu meira, en nokkuru sinni hefir veriS á8ur.
Nýjar hafnir eru ger8ar, árnar grafnar upp og ger3ar skipgengar,
og nýjar járnbrautir lag8ar um allt, til a8 létta fyrir verzluninni.
Jafnvel einstakir menn leggja stérfé til slíkra fyrirtækja. MeSan
veri8 var a8 ræ8a á þinginu í fyrra uppástungu Garibaldis um
Tífur, reit au8ma8ur einn í Henúa, hertoginn af Galliera, stjórn-
inni bréf, og bau8 a3 gefa 20 milljónir líra til þess, a8 Genúa-höfn
væri bætt og stækku8. Stjórnin tók þessu bá8um höndum, einsog
eSlilegt var, og bæ3i hún og þingi8 vottuSu honum þakklæti sitt
í fögrum orSum og lofu8u a8 byrja á fyrirtækinu sem fyrst.
Genúa var á miSöldunum ein hin mesta verzlunarborg í heimi,
en missti a8 miklu leyti verzlun sína, er sjóleiBin fannst til Ind-
lands su8ur um Afríku, og hefir ekki hafiS sig fyr en nú á sí3-
ustu árum, a3 Suez-skur8urinn var grafinn og járnbrautargöngin
komust á gegnum Mont Cenis. Höfn hennar er nú or3in gengin úr sér
og Galliera vonar, a8 hún muni geta bráSum hafiB sig til fornrar