Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 67
FRÁ FLOKKUM. KEISARAVINIR.
67
legri fyrir stjórnarfyrirkomulag J>a8, sem nú væri, en sig og sína
vini, frá hverju sjónarmiSi sem litiS væri. Vinstri flokkurinn
svaraBi þessu fullum orðum, og bar þungar sakir á ]?á Eouher,
þangaS til Buffet talaöi, og bar af keisaravinum, og kva8 ]>á ekki
eins hættlega og látiS væri; þeir færi þó ekki fram á stjórnleysi,
einsog sumir af þjóSvaldsmönnum hefSi sýnt sig í. ViS þetta
fór skörin upp í bekkinn, og frjálslyndari hlutinn af ráSherr-
unum, svo sem þeir Dufaure og Léon Say, mæltu harSlega á
móti þessari yfirlýsingu yfirráSherrans. Loksins steig Gambetta í
stólinn, og bar svo þungar sakir á Buffet fyrir hlutdrægni hans
viS keisaravini, aS bann sá ekki annaS úrræSi, en skjóta undir
dóm þingsins, hvort þaS hefSi traust á sér eSa ekki. J>etta
dugSi honum í bráSina, því óánægjan var ennþá ekki orSin svo
megn meS aSgerSir hans, og flestir gáfu atkvæSi meS honum,
nema Gambetta og hans flokkur, sem engin atkvæSi gáfu. þessi
sigur Buffets kom keisaravinum aS góSu haldi, því mál þeirra
féll niSur; og þá má segja um Rouher, sem Brandur byskup
Sæmundarson sagSi um Hvamm-Sturlu: „enginn frýr þér vits,
en meir ertú grunaSur um græzku“, þvi séS mun hann hafa, aS
ekki myndi hann á annan hátt komast úr klípunni, en flækja
Buffet í máliS, enda tókst honum hvorttveggja. Rouher er slægur
maSur, og svífst einskis til aS koma flokki sínum fram, og á
því eru allir, aS flokkur keisarasonar væri þunnskipaSur nú, ef
hann hefSi ekki haldiS honum saman. I þingfríiinu ferSaSist
Rouher eptir vanda til Korsíku, og hélt þar tölur fyrir eyjar-
skeggjum. þeir fylgja allir, einsog kunnugt er, keisaraprinzinum,
og gera þaS af tryggS viS Napóleon gamla. Rouher var tekiS
þar meS mestu virktum, og orSum hans góSur rómur gefinn, er
hann lofaSi tryggS þeirra viS hinn unga keisarason, og gaf þeim
góSar vonir um, aS hann myndi bráSum setjast á veldisstól feSra
sinna. Keisaravinir láta mikiS af kostum prinzins, en þar fer
þó tvennum sögunum um. Sumir segja, aS hann hafi mikiS af
ókostum föSur síns, mæli fagurt, en hyggi flátt, og uppeldi hans
og menntun sé mjög ábótavant. Eugenía, móBir hans, er ram-
kaþólsk, og sníSur því son sinn, eptir sögn, dyggilega eptir ein-
trjáningsskap páfatrúarmanna í trúarefnum, og af þekkingu hans
5*