Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 141
KLERKADEILAN.
141
og aSrir klerkavinir á þinginu, enda var þa8 meS mestu herkjum aS
þeir Bismarck gátu komiS því áleiSis. Hitt frumvarpiS staSfesti
yfirumráS stjórnarinnar yfir öllum kirkjueignum; þaraSauk er þar'
tekiS fram jafnrétti forntrúaSra og nýtrúaSra kaþólskra manna í
öllum þesskonar efnum. 'Bismarck á aS hafa orSiS mjög svo
ánægSur meS öll þessi úrslit, og látiS opt á sér heyra, aS nú
væri ekki annaS fyrir, en láta kné fylgja kviSi og draga gorgeir-
inn úr páfa og þýzku prelátunum. þeir þrjózkast enn sem fyr
viS öllum tilskipunum stjórnarinnar, en þar mætir hart hörSu,
og stjórnin ýmist rekur þá úr einbættum, eSa kastar þeim í varS-
hald, ef þeir vilja ekki láta undan. I fyrra árs fréttum var þess
getiS, aS þá sátu þrír byskupar í varShaldi, og sitja tveir þeirra
þar enn; einum var sleppt lausum, Ledochowski frá Posen, og
stökk hann þá óSara úr landi og suSur tíl Róms. þegar þangaS
kom, baS páfi hann þegar koma á sinn fund, og tók honum meS
raesta dálæti og kallaSi hann „píslarvott heilagrar kirkju“ í
hverju orSi; töldu þeir svo hvor öSrum raunir sinar um hríS,
og aS lokum kvaS páfi honum heimila gisting hjá sér svo lengi
sem hann vildi. ÁSur hafSi páfi gert hann aS kardinál, meSan
hann sat í varShaldinu. Ledochowski hefir siSan frá Rómi sent
stjórninni hverju kæruna á fætur annari og heimtar óvægur stól
sinn aptur, en þaS lætur stjórnin ekkert á sér festa. Byskupinn
í Paderborn, er dæmdur var af embætti sínu í fyrra, er og stokk-
inn úr landi, og síSan hafa ýmsir fleiri fariS aS þessara dæmi;
þarámeSal viljum vér nefna yfirbyskupinn í Breslau; hann fór
aS gerast umsvifamikiil í byskupsdæmi sínu, og lá viS sjálft,
aS hann hefSi komiS öllum klerkum sínum og mikium hlut
alþýSu í uppnám, en þá tók stjórnin í taumana, og sá hann þá
þaS ráSlegast, aS hafa sig burtu, áSur en ver færi. Á óspektum
klerka og klerkavina hefir þó boriS langtum minna þetta áriS,
en stundum áSur. í fyrra sumar heyrSist raunar, aS þeir hefSi
komiS allmiklu uppþoti af staS í Rínarlöndunum, en þaS datt
skömmu seinna niSur af sjálfu sér.
I flestum atvinnugreinum hefir áriB sem leiS veriB mesta
óhappa-ár fyrirPrússa; þaBan heyrist varla um annaB talaS en
bankahrun, gjaldþrot auSmanna, atvinnuleysi verkmanna og mörg
önuur bágindi, og eru þaS snögg og ill umskipti eptir óhófsárin