Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 78
78
FRAKKLAXD.
úr rábaneytinu, og ráðgjafi þessi hefði þeim lengi erfiður verið.
Mac Mahon féllst á þetta, og Say sagði undireins af sér völd-
unum, en lét þó þá af ráSherrunum, er heyrðu til hans flokki,
vita hvar komið væri. J>eir sáu þegar, aS Buffet myndi ætla, aS
víkja þeim öllum hurtu smámsaman, og setja einvaldsmenn í
staSinn, og væri því bezta ráSiS aS segja af sér sem fyrst. Dufaure,
Wallon, Decazes og Caillaux ritufcu því Mac Mahon og báSu um
lausn, er þeir sæi, aS hann og varaforsetinn væri sér andstæSir.
ViS þetta fór aS vandast máliS, því Buffet sá, aS þetta myndi
mælast mjög illa fyrir, og heildin af rá&gjöfunum yrSi aS vera
viS, þangaB til kosningunum væri lokiS, og hin nýju þing kæmi
saraan. Mac Mahon kallaSi nú alla ráSgjafana á fund, hvorn
daginn eptir annan, en þeir, sem fara vildu, voru gallharSir, og
kröfSust að Léon Say væri látinn halda embætti sínu. þótt tregt
gengi, fengu þeir á endanum sitt mál fram, og allir ráðherrarnir
sömdu nú í sameiningu nýja auglýsingu um stjórnaráform sitt,
talsvert frjálslegri, en hina fyrri, og reit Mac Mahon nafn sitt
undir hana. RáSherrarnir voru nú sáttir aS kalla, og Léon Say
breytti ekki um kjörskrána, en þaS gat engum dulizt, aS Buffet
beiS hér raikinn ósigur fyrir embættisbræðrum sínum, og aS áliti
hans og valdi þar í ráðaneytinu fór síhnignandi. Skömmu á undan
kosningunum gaf Mac Mahon út ávarp til landsmanna, og fór
þar likum orSum og áður um stjórnaraðferð sína. Hin nýju
þing áttu að koma saman 8. marz, og þau og forseti þjóðveldisins
áttu í sameiningu aS koma á stjórnarlögum Frakklands, en til
þess þurfti íhaldssama og þó frjálslega stjórnaraSferð. Hann
skoraði að endingu á alla ættjarðarvini, að gæta þessa viS kosn-
ingarnar, og styrkja stjórnina. Allt var undir því komiS, aS vopn-
fletta þá menn, er í orðum og verkum reyndi til aS kollparpa
því stjórnarfyrirkomulagi, sem nú væri, og átti hann þar viS
hina áköfustu af þjóðvaldsmönnum og að líkindum keisaravini.
Kosningarnar, sem eptir voru, til öldnngaráSsins, fóru
fram við tvöfaldar kosningar í sveitunum í lok janúarmánaðar.
þess var getiS áður, aS þjóðvaldsmenn hefBi boriS sigur úr býtum
viS kosningar hinna öldunganna, sem æfilangt áttu aS sitja, og
kosnir voru af þjóðþinginn, og hér var því betra aSgöngu fyrir