Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 48
48
ENGLAND.
taka frumvarpiö aptur, en aí) öllum líkindum kemur hann fram
me? þaí> á næsta þingi. í umræSunum um mál þetta sögðu
líka írar Englendingum skýrt og skorinort, hvert mark þeir heföi
sett sér. þeir vilja komast a?> mestu undan yfirráímm Englend-
inga, fá þing sér og forræði mála sinna. þing sitt misstu þeir,
sem kunnugt er, fyrir ofríki og brögð Englendinga, um aldamótin,
og var öllum landslýS það þvernauSugt, einsog nærri má geta.
Eptir þaS kom O'Connell til sögunnar. Hann var um mörg ár
forvígismaður Ira, og krafSizt aptur aöskilnaSar milli landanna
(Repeal), og fylgdi nálega öll þjóSin honum ab máli sem einn
maÖur. Englendingar voru þá komnir á endanum í krappan, og
O’Connell hefSi aö líkindum fengið sitt mál fram, ef annað hefSi
ekki komið í veginn. það var afarmikið hallæri, sem á skömmum
tíma dró allan mátt og kjark úr Irurd, og þaS því heldur, sem
O’Connell andaðist um sömu mundir (1847), og fjöldi lands-
manna tók sig upp og flutti búferlum til Yesturheims. þau árin
átti alþyða íra erfitt uppdráttar, en á stjórnarárum Gladstones
fór hagur hennar stórum batnandi; írar fengu þá ýmsar
góSar réttarbætur og velmegun alþýðu jókst ár frá ári. þessi
árin myndaSist flokkur sá, sem nú hefir setu á þingi; hann kallar
sig Bheimastjórnarmenn“, og fara þeir hérumbil fram á sama og
O’Connel fyrrum, einsog áður er sagt. Flokkurinn hefir lika verið
fjölskipaður mjög, þar sem bæði leikmenn og klerkar hafa veitzt,
hér aS málum, en í fyrra kom upp sundurlyndi milli flokksmanna,
sem án efa hefir mikla þýSingu fyrir þá. {>aS var viS hátíS,
sem haldin var í Dýflinni 5. ágúst og dagana þar á eptir, til
minningar um O’Connell, er þá var fæddur fyrir hundraS
árum. HátíSin var einhver hin mesta, sem nokkurn tima hefir
veriS haldin þar á landi. Nálega hvert mannsbarn, sem vetlingi
gat valdiS, streymdi til Dýflinnar úr öllu landinu, og útlendingar
komu hópum saman frá öllum löndum aS horfa á. þaS er mælt,
aS tíu þúsundir útlendinga hafi veriS þar saman komnar þá dag-
ana, sem hátíSin stóS, en margfalt fleira þó af innlendum mönn-
um. ViShöfnin var líka eptir þessu; bærinn var allur skreyttur
fánum, blómum og öSru því, sem til prýSis gat orSiS, karlar og
konur voru klæddar grænum búningum, höfSu blæjur í höndum