Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 90
90
SVISSLAND.
lögreglumönnum á a8 skipa, en J>a8 var ekki nóg, svo herliS varS
a8 fá til hjálpar; þegar þaS kom aS dyrunum, var tekiS á móti
því meS grjótkasti, og margir nrSu sárir, en siSan greip þaS til
vopnanna, og leiS þó á löngu fyr en þaS gat unniS sigur á
verkmönnum og tvístraS þeim. Eptir þaS voru aSrir menn fengnir
til starfa, en þetta atvik seinkaSi þó mikiS greptinum.
Einsog Skirnir hefir áSur getiS um, hafa Svisslendingar fyrir
skömmu tekiS sér nýja stjórnarskrá. þessi grundvailarlög banda-
fylkjanna svissnesku náSu gildi 29- maí 1874. Vissum flokkum
þar á landi hafSi þótt svo, sera sambandiS væri oflaust, og sú
hafSi jafnvel raunin orSiS á áður, aS einstök fylki vildu ekki
lúta valdi sambandsins, og leiddi þar opt af miklar óeirSir
innanlands. Lög þessi gefa nú sambandinu meira vald í hendur,
en áSur var gert, en taka þaS frá fylkjunum, en ekki frá einstök-
um mönnum. Vér viljum fara nokkrum orSum um sambandslög
þessi, bæSi af því aS þeirra hefir lítiS veriS minnzt í Skírni
áSur, og þó einkum af því, ab vér þekkjum eigi önnur frjálslegri á
austurhelmingi jarSar. Svisslendingar einir skjóta mikilsvarSandi
málum undir dóm allrar alþýSu, og er þab hvergi gert, nema í
Bandafylkjum Vesturheims, og þar þó ekki nema i einu máli,
þegar forseti ríkjanna er kosinn. Til þess a<5 lagafrumvörpum,
sem þingiS hefir rætt, sé skotiS undir almennings dóm, þurfa
annaStveggja þingmenn úr átta fylkjum eSa kjördæraum (af 24)
aS æskja þess, eSa þrjár þúsundir kjósenda úr landinu, og getur
þá hver maSur, þegar svo er komiS, sem hefir rétt til a8 kjósa
á þing, greitt atkvæSi meS eSa mót þeim. Svissneska sam-
bandsþiugiS er annars atkvæSamesti þátturinn í stjórninni.
J>aí> gefnr lög, og hefir alríkisvaldið í höndum sér, því aS þaS
má gera samband viS önnur lönd, og getur hafiS ófriS og samiS
friS. því er skipt í tvær málstofur: 1. þjóöarráSiS; til þess
velja hvcrjar tvær þúsundir einn þingmann, og kosningaréttur er
ekki bundinn viS eignir, eSa aS kjósandi borgi skatta til almennra
þarfa; kjörgengi heldur ekki, því aS hver, sem kosningarrétt hefir,
er einnig kjörgengur, nema andlegrar stéttar menn, er aSeins
hafa kosningarrétt. 2. stéttaráðiS, er kosiS er af fylkjunum,
og velur hvert þeirra til þess tvo menn; þannig er séS fyrir, aS