Skírnir - 01.01.1876, Page 101
KÚBA. PORTÚGAL.
101
og var Jovellar, ráígjafaforseti, sendur jjangaö vestur meS her
manns og gerSur aíi jarli yfir Kúbu, en Canovas del Castillo
skipaður í sta8 hans í stjdrnina. Ekki hefir enn fréttzt neitt um,
hvernig Jovellar gengur, en geti hann ekki sefaS uppreistina, er
taliS víst, að Bandamenn skerist í lið með eyjarskeggjum, og
losi Kúbu undan Spánverjum.
P o r t ú g a I.
Af þessu landi hafa fáar sögur farið næstliðið ár. Klerka-
vald er þar mikið, einsog hjá nágrönnum þeirra Spánverjum ," og
talsverðar baráttur milli þeirra og leikmanna við allar þingkosn-
ingar. ÁriS sem leið, urðu leikmenn ofaná á þingi, en hafa
varla beitt sigri sínum til annars, en reyna að kpma á frjálslegri
lögum í trúarefnum. Hlöðvir konungur er eptir sögn hlynntur
þeim í þessu efni, en þó höfðu þeir ekki unnið neitt á,
þegar seinast fréttist. Annars fer stjórn Portúgalsmanna í heild
sinni mjög friðsamlega fram, og er margt og mikið gert á hverju
ári til að hæta hag lands og þjóðar. Portúgalsmenn eru verzl-
unarþjóð mikil, og eiga nýlendur miklar bæði í Suðurálfu og
Austurálfu, en fara þar miður vel með stjórn sinni. Fyrir nokkr-
um árum námu þeir sér land sunnan til á austurströnd Afríku,
þar sem Lagóafjörður heitir. Englendingar eiga þar lendur
miklar í kring, og vildu því gjarnan eignast þenna fjörb
með, en Portúgalsmenn vildu ekki láta hann lausan. Deilan
varð hörð á háðar hliðar, því að hvorugir vildu slaka til. Loks-
ins komu þeir sér þó saman um að leggja málið undir dóm ein-
hvers óvilhalls ríkis, og varð það Frakkland. Mac Mahon skipaSi
nefnd manna aS rannsaka máliS, og urSu þaS úrslitin (11. júni
í fyrra), aS Portúgalsmönnum var dæmdur þessi fjörSur allur, og
er mælt, aS Englendingum hafi ekki getizt sem hezt aS þeim
málalokum. — 29. júlí í fyrra var haldin vegleg hátiS um allt
landiS í minningu þess, aS þaS hafSi þann dag losast til fulls
undan yfirráSum Spánar fyrir 235 árum. Slíka hátiS halda
Portúgalsmenn á ári hverju, og er þá jafnan mikiS um aS vera.