Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 170
170
EGIPTALANU.
garSi. KallaBi soldán hann trúníSing og fleirura slíkum þokka-
nöfnum, og skeytti jarl t>ví ekkert heldur en öSru, sem þaSan
kemur. BæSi er, aS jarl hefir mikiS i takinu, enda er fjárhagur
ríkisins ekki í sem beztu lagi, og ríkisskuldirnar afarmiklar.
{>ær eru nú um 800 milljónir króna (um 50 kr. á hvern fcegn) og
mikiS af þeim meS okur-rentum. Fjórhirzla jarlsins sjálfs stendur
þó enn ver, því aS hann er eySsiusamur mjög, lifir i sukki og
sællífi og heldur stórt kvennabúr. I fyrra var komin svo mikil
þurrS og ólag á allt þetta, aS fjárstjórnarmenn hans vissu hvorki
upp né niSur, og sendi jarl þá í snatri til Englands og baS um
einhvern fjórstjórnargarpinn til aS lita yfir hjá sér. Sá hét Ste-
phan Cave, er sendur var, og leizt honum svo á blikuna, aS jarl
yrSi aS minnsta kosti aS fá sér 250 miiljónir franka (um 175
millj. kr.) aS nýju til aS losast úr verstu skuldunum. Eptir þetta
fór Cave heim, en jarl stóS eins ráSalaus uppi og áSur, því aS
hvergi fékkst lániS; hlupu þá Bretar og Frakkar loksins undir
bagga meS honum og útveguSu honum féS; sendu þeir síSan
Englending einn til hans, er Wilson heitir, og á hann nú aS
takast fjárstjórnina á bendur.
Ismail jarl leggur mikla stund á aS auka riki sitt á allar
lundir, og gengur þaS vel. A Samuel Baker og sigurvinningar
hans er áSur minnzt í Skírni, og jók jarlinn eigi lítiS lönd sín
viS þá herferS. MeSfram RauSahafi hafa og Egiptar veriS aS
berjast til landa þetta áriS, og náS þar héraSi stóru, er Bogos
heitir, viS landamæri Habessiníu að norSan. þar er bær viS
sjóinn, er Massava beitir, viggirtur ve); hann áttu Egiptar áSur,
en landiS ekki. Skömmu seinna náSu þeir hafnarborg einni viS
mynni RauSahafsins aS sunnan, er Zeyla heitir; hún liggur á
landamærum Habessiníu og Somalilandsins, og kúguSu Egiptar
hana útúr höfSingja nokkrum Arabaættar fyrir gjafvirSi. þetta
var aS áliSnu sumri i fyrra, og héldu Egiptar siSan upp í landiS
meSfram landamærum Habessiníu aS sunnan. þar er stórt ríki,
sem Harrar heitir og tóku þeir þaB eptir nokkrar orustur (11.
oktbr.). Land þetta er mjög frjóvsamt og hefir um lVs milljón
íbúa. þaSan réSust þeir á tvö fylki, Juba og Kismaja, sem lúta
soldáninum í Sanzibar. Soldáninn sendi þegar boS til Breta og