Skírnir - 01.01.1876, Page 102
102
í t a I í a.
Ef nokkur þjófe má muna tvær æfirnar, eru þaS ítalir. þaS
er ekki langur tími síSan, a8 allt var í ólagi hjá þeim og lög-
leysu, og þjóðin stundi undir ofríki klerkavaldsins og páfans;
landið gat um langan aldur litla e8a enga vörn fyrir sig boriS,
og var eilíft þrætuepli milli útlendra og ágjarnra höföingja, er
gjarnan vildu eignast sem mestafþessu fagra og frjóvsama landi;
þa8 deildist í ótal smá fylki, sem sitt laut hverjum, og landshúar
misstu við þa5 alltaf meira og meira af upprunalegu þjóSerni
sínu; um ítalska þjóS og ítalskt þjóSerni var varla ah tala; þar
á ofan stjórnuSu þessir smáhöfSingjar hver öSrum ver; sumir
heittu þeirri harSstjórn, aS engum var viS unandi, en ahrir skeyttu
ekki neinu, og lofuðu öllum aS lifa og láta, einsog þeir vildu;
en eitt var þaS þó, sem hvorki harSstjórinn e8a stjórnleysinginn
nokkurn tíma missti sjónar á, og þaS var aS eiga sem bezt sjálfur,
hvaS sem öSrum leiS. Landinu hríSfór aptur hæSi í iSnaSi og
menntun, og stigamenn fjölguSu ár frá ári, er rændu friSsama
hændur og ferSamenn, hvar sem var; á þeim gátu stjórn-
endurnir heldur engan hemil haft. ViS stjórnarbyltinguna frakkn-
esku vöknuSu ítalir loksins, og sáu hvaS þeir áttu aS verSa:
eitt ríki og ein þjóS, óháSir öllum erlendum höfSingjum. Um
aldamótin fóru fyrst aS myndast leynileg félög, sem settu sér
þetta fyrir mark og miS, og frá þeim tíma barSist þjó&in næstum
samfleytt í sjötigi ára fyrir aS hrista af sér hlekkina. — Seinasti
og voldugasti óvinurinn, sem unninn var, var páfinn, og þaS var
þegar Viktor Emanúel, konungur allra ítala, hélt innreiS
sína í Róm 20. sept. 1870. f>á voru þeir loksins orSnir eitt
ríki og ein þjóS, en þaS, sem eptir var, var aS kippa öllu
nokkurnveginn í lag, sem aflaga hafSi fariS á óstjórnartímunum,
og þaS var eigi fátt. Eitt hiS helzta var aS vernda fri&inn
innanlands og eySa öllum stigamönnum, og annaS þaS , aS bæta
uppfræSingu alþýSu; hæSi þau mál hafa opt komiS fyrir og komu
nú fyrir á þingi í fyrra, og voru mikiS rædd. Stigamenn halda
sig mest á Sikiley nú orSiS, og sagSi Tajani, þingmaSur þaSan,
frá þeim ófagrar sögur. Stjórnin lagSi því frumvarp fyrir þingiS,