Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 32
32
ALMENN TÍÐINDI.
Kjellman ætlaSi því aÖ reyna til aö komast norÖur nm Ný-
semlu; þaÖ gátu þeir raunar ekki fyrir ís, en þeir komust nú í
gegnum Matotschkin-sund, þótt þaÖ væri þakið ísi, er þeir fóru
austur um. þeir félagar hafa sagt svo frá, aö þaÖ sé einhver
hin stórkostlegasta sjón, er þeir hafi séð, að sigla gegnum sundið.
Afarháir ísþaktir tindar gnæfa fram yfir sundið beggja vegna, og
á milli þeirra belja striðar og vatnsmikiar ár meö jökulhlaupi
niíur í sjóinn. Stórar skriöur falla viö og við niður úr fjöllunum,
og þá er sem allir klettarnir kveði viö með hvellu bergmáli frá
háðum hliðum sundsins, og sjórinn drynji undir með lágum og
draugalegum róm. þegar þeir komust vestur úr sundinu, féllu
fyrst á þá logn og þokur, en síðan stormar og óveður, svo aö
þeir komust opt og einatt í mikla hættu, og áttu örðugt meö að
gæta gripa þeirra fyrir skemmdum, er þeir höíðu innanhorðs,
og bæði voru mikil söfn og góö. Seint í september náðu þeir þó
landi við Noreg norðanverðan, og þá var þessari erfiðu og þýð-
ingarmiklu ferð lokið. þegar þeir skildu í ágúst við mynnið á
Jenísei, héldu þeir Nordenskjöld á bát upp eptir ánni, og gengu
víða á land og könnuðu; þeir voru marga daga á leiðinni, og
áttu fremur erfiða ferð, þangað til þeir komust upp til bæjanna
lengra upp með fljótinu. þá stigu þeir af bátnum, og héldu
landveg vestur um Síberíu, og vestur á Rússland. Ferð Norden-
skjölds í gegnum Rússland var sannnefnd sigurför. Nærri því á
hverjum bæ var veizlum slegið upp fyrir honum, og tölur haldnar
honum til heiðurs, einkum í Pétursborg, enda var það að vonum,
því að gagnið af þessari nýju sjóleið er meira fyrir Rússa, en
nokkra þjóð aðra. þeir hafa raunar lagt hverja járnbrautina á fætur
annari um Síberíu, til að létta samgöngur og verzlun, en þess-
konar vöruflutningar verða þó jafnan örðugri og kostnaðarmeiri,
en að flytja þær beinan sjóveg. það er því í ráði hjá þeim að
koma upp nýjum verzlunarbæjum neðar við Jenísei, en áður hefir
verið, og flytja þangað mestan hluta af vörunum, og senda þær
á skipum. þegar Nordenskjöld var heim kominn, fór Oscar
Dickson að ráðgast við hann um nýja ferð að sumri komanda, og
þá sendi rússneskur kaupmaður einn, að nafni Sibiriakoft', honum
nær 59 þúsundum króna til nýrrar norðurfarar, og má þvi telja