Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 41
41
En g I a n d.
Af innaDríkisstjórn Breta inætti margt segja á ári hverjn, því
að fáar þjóSir halda jafnara og kappsamlegara áfram framfarabraut-
ina, en jþeir; og þó eru þeir engin stór-byltingaþjó0, og þaí) er
víst satt, sem sagt er, aS engin þjóS í NorSurálfu sé andstæöari
öllu þesskonar, en Bretar. StjórnarfyrirkomulagiS hjá þeim er
og ólíkt frjálslegra og óbundnara, en í flestum öSrum ríkjum,
enda þótt Bretland sé kallaS konungsríki; þab er í raun og veru
þjóbveldi, og konungsnafniS á Englandi hefir jafnvel minna aS
segja, en forsetanafnib hjá Frökkum; þingiS er allsrábandi og ráb-
gjafarnir, og þeir eru alltaf teknir af meiri hlutanum á jþinginu.
Á þinginu er ekki nema um tvo flokka aS tala, sem kunnugt er,
Vigga og Torýmenn, og skiptir litlu fyrir velferS landsins, hvor „
ofaná er í þab og þaS skiptiS; báSir vilja þeir fr^mfarir þjóSar
sinnar, bábir halda fram réttum lögum og landsvenju, og báSir
bera þeir mestu virSingu hvor fyrir öbrum, þótt þeim sinnist á
stundum, og þá skilji á um ýms atriSi í stjórnarefnum. Sá flokk-
urinn, sem undir er í þaS skiptib, hefir umsjónina meS aSgerbum
hins, er stjórnina hefir á höridum, bendir á gallana í frumvörpum
þeirra, og færir þá til rétts vegar. Hér er því ólíkt betra færi
og betri skilmálar fyrir framförum, en í sumum löndum, þar sem
hver hendin er upp á mót.i annari, og konungurinn getur tekiS
hvern flokkinn, sem honum lízt, sér til rábaneytis, án þess hann
sé ofaná í þinginu eSa sé framfaraflokkur. Torýmenn hafa ná setiS
ab völdum siSan í febráarmánuSi 1874, og komiS ýmsum góSum
breytingum og fyrirtækjum á, sem unniS hafa almennings hylli,
enda lítur ekki át fyrir, enn sem komiS er, ab þeir sé farnir aS
losna í sessi Margir af þeim, sem ná sitja í ráSaneyti Disraelis,
eru líka mjög vel þokkaSir hjá alþýSu, svo sem Cairns, sem er
fyrir vinnu- og verknaSarmálum, og einkum Carvarnon, sem fyrir
nýlendumálunum er, enda veitir þar ekki af liprum og ötulum
manni. Disraeli sjálfur hefir aldrei haft lýShylli mikla; hann
þykir óþjáll viSureignar og stirSur, harborbur á þingum og ótillát-
samur, en enginn frýr honum kjarks og mælsku. J>a8 kvisaSist
í sumar, aS hann ætlaSi aS fara ab dæmum Gladstones, og segja