Norðurljósið - 01.01.1982, Side 1
63. árgangur Janúar-Desember 1982 1.-12. tölublað
Ávarpsorð ritstjórans
Heilir allir, lesendur góðir!
Guð gefi ykkur gleðilegt og farsælt ár.
Norðurljósið er nú fyrr á ferðinni en það hefur verið um áratuga-
skeið. Kemur það nú aftur í vinsæla tímarits-brotinu. Þykir mörgum
stærðin sú hentugri.
Boðskapur þess er óbreyttur. Birtu getur hann fært með sér. Ein-
hvern tíma áður hef ég sagt frá því, er ég sem unglingur eða ungur
maður gat lesið smáa letrið á vasa-útgáfu nýja testamentisins, þegar
norðurljósin skinu sem skærast á heiðum himni yfir snæviþaktri jörð.
Heimurinn þarfnast birtu þeirrar, sem gefur guðlegt ljós. Enn í dag
er það eins satt og á dögum Jesaja spámanns á 8. öld f. Kr., að
„myrkur grúfir yfír jörðunni og sorti yfir þjóðunum". (60. kap. 2.
vers).
Fáfrœði er myrkur. Ennþá er margt af ólæsu fólki í heiminum. Víða
er verið að kenna því að lesa. Wycliffe-biblíuþýðendur vinna að því,
að fólk læri að lesa og fái orð Guðs. Ritninga-gjafa trúboðið í Bret-
landi hefur ‘Utibú* víða í löndum, sem annast um, að nýlæst fólk fái
orð Guðs til lestrar, auk þess, sem sent er beint frá Bretlandi.
Markmiðið er, að það ljós, er fagnaðarboð Guðs flytja, nái til sem
flestra.
r * , '
I vestrænum heimi ríkir víða myrkur vantrúar og villukennmga. I
Frakklandi búa 50 milljónir manna. Af þeim telja 40 milljónir sig, að
þeir séu „agnostics“ óvissutrúar menn.
Nýja testamentið kennir oss, hvað það er, sem rekur ótta við menn
og kringumstæður á flótta. í 1. bréfi Jóhannesar, 4. kap. 18. versi
stendur: „Ótti er ekki í elskunni, heldur út rekur fullkomin elska
óttann“. Þetta er í raun og veru sömu merkingar og orð Drottins vors
í Jóhannesar guðspjalli 14. kap. 1. versi: „Hjarta yðar skelfist ekki:
trúið á Guð og trúið á mig“. Þetta merkir: Treystið Guði, treystið
mér. Þá gefur Guð ykkur gleðilegt ár, þótt erfiðleikar mæti.
Ritstjórinn.