Norðurljósið - 01.01.1982, Side 2
2
NORÐURLJÓSIÐ
Smásögur handa börnum
og unglingum
Horfið beint fram
Nýársdag einn voru nokkur börn að leika sér. Þreyttu þau
kappakstur á sleðum. Fóru þau niður langa og bratta brekku.
Tveir menn fullorðnir horfðu á. Tóku þeir eftir því, að
keppandinn einn gat aldrei sigrað. A einn eða annan hátt
mistókst honum það: að vera samferða börnunum hinum. Með
besta sleðann var hann þó. Ekki var hægt að sjá, hvers vegna
honum gekk svona illa.
Getur verið, að hann gæti þess ekki að stýra framhjá
grjótinu, sem kann að vera hér og þar í brekkunni? sagði annar
þeirra. Við skulum gæta betur að honum.
Ekki urðu þeir varir við nokkuð, sem gæti skýrt þetta. Þeir
spurðu þá dreng, sem gekk einna best í akstrinum, hvernig á
því stæði, að drengurinn með rauðmálaða sleðann yrði aldrei
fyrstur. Hann hló og sagði:
Sannleikurinn er sá, að Benjamín horfír aldrei beint
framundan sér. Alltaf er hann að gæta að grjóti og því um líku.
Þess vegna kemst hann aldrei vel áfram. Best er að horfa alltaf
beint á markið. Þá fer maður hraðar og kemst fram úr hinum.
Næsta vor stóðu mennirnir nálægt sama staðnum. Heldri
maður, sem átti heima þar í grennd, hafði heitið verðlaunum
þeim vinnumanni, sem gæti haft plógför sín beinust þvert yfír
akurinn.
Ahorfendur spurðu þann, sem verðlaunin vann, með hverju
móti honum hafði tekist að gera plógförin löngu svo bein, gerð
eins og með reglustiku?
Eg horfí ætíð á blettinn, þar sem plógfarið á að enda, svaraði
hann. Eg skipti mér aldrei af grjótinu, sem kann að verða fyrir
mér. Heldur stefni ég beint þangað, sem ég á að enda.
Nokkru seinna bar svo til, að ungur vinur annars þessa
manns, vildi læra hjólreiðar. En námiðgekk mjög illa. Hann gat
ekki skilið, hvers vegna drengurinn var alltaf að fara út af
veginum og varð þá að stökkva af hjólinu. Hann tók eftir því, að