Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ
5
Nei, það eruð þið vissulega ekki, drengur minn, svaraði
læknirinn vingjarnlega. Við hvert spor, sem þið stigið í þessum
dal, fjarlægist þið Lanfer. Þið verðið að fara aftur að litla
kofanum, þarna gagnvart trjánum, beygja svo alveg til hægri
handar og fara gegnum garðshliðið, og þá - bíðið við, við ætlum
að lýsa veginum fyrir ykkur öllum. Fóru þeir til hinna
drengjanna, sem stóðu þar á veginum dálítið lengra frá.
Við höfum skemmt okkur vel í dag, sagði elsti drengurinn.
En nú held ég, að við verðum að flýta okkur heim áður en
dimmir svo mjög, að við sjáum ekki veginn.
Já, og við erum orðnir villtir, sagði yngsti drengurinn
mæðulegur í rómnum. En Jack og Arthur sögðu, að við
mundum vissulega komast aftur á rétta leið. Þótti þeim það
óþarfi af okkur: að spyrja yður um veginn.
Ef þú verður einhvern tíma í þeim vandræðum, að þú vitir
ekki, hvert þú átt að halda, sagði læknirinn, þá blygðastu þín
aldrei fyrir að spyrja til vegar. Þegar ég kom fyrst í þetta
byggðarlag, varð ég að gera það aftur og aftur. Nú vil ég ríða
með ykkur, uns við komum að girðingunni. Með henni förum
við alveg heim að húsinu mínu. Ykkur mun víst finnast það
ómaksins vert: að koma inn í garðinn minn og dvelja þar svo
sem í 10 mínútur. Þar eru þrír sáðreitir með jarðarberjum, sem
enginn hefur vitjað um i dag. Að því búnu skal ég koma ykkur á
rétta leið til Lanfer. Þangað munu ykkar ungu fætur bera
ykkur á hálfri klukkustund.
Eg vona, að þér hafið fengið eins góða leiðbeiningu, er þér
komuð hingað í fyrsta sinn eins og við fáum núna, sagði hinn
eldri þeirra, sem komið höfðu til að spyrja til vegar. Já, svaraði
Wain læknir, ég hafði aldrei af öðru að segja en kurteisi og
góðsemi. - Eg get líka sagt hiðsama fyrir mig, sagði félagi hans.
Eg hef ferðast um mörg lönd. Og með fáum undantekningum
hef ég alltaf fengið vingjarnlegar leiðbeiningar þegar ég hef
spurt til vegar. Og ég vil biðja ykkur, drengir mínir, að blygðast
ykkar aldrei fyrir að biðja um leiðbeiningar, að því er snertir
veginn til þess staðar, sem er langtum betri og fegurri en hið
fagra Lanfer. Þessi heimur sýnir margar krókaleiðir. En sá
vegur er beinn og jafnframt þröngur, sem liggur til hins
himneska heimkynnis. En ef þið eruð í óvissu, þá biðjið