Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ 5 Nei, það eruð þið vissulega ekki, drengur minn, svaraði læknirinn vingjarnlega. Við hvert spor, sem þið stigið í þessum dal, fjarlægist þið Lanfer. Þið verðið að fara aftur að litla kofanum, þarna gagnvart trjánum, beygja svo alveg til hægri handar og fara gegnum garðshliðið, og þá - bíðið við, við ætlum að lýsa veginum fyrir ykkur öllum. Fóru þeir til hinna drengjanna, sem stóðu þar á veginum dálítið lengra frá. Við höfum skemmt okkur vel í dag, sagði elsti drengurinn. En nú held ég, að við verðum að flýta okkur heim áður en dimmir svo mjög, að við sjáum ekki veginn. Já, og við erum orðnir villtir, sagði yngsti drengurinn mæðulegur í rómnum. En Jack og Arthur sögðu, að við mundum vissulega komast aftur á rétta leið. Þótti þeim það óþarfi af okkur: að spyrja yður um veginn. Ef þú verður einhvern tíma í þeim vandræðum, að þú vitir ekki, hvert þú átt að halda, sagði læknirinn, þá blygðastu þín aldrei fyrir að spyrja til vegar. Þegar ég kom fyrst í þetta byggðarlag, varð ég að gera það aftur og aftur. Nú vil ég ríða með ykkur, uns við komum að girðingunni. Með henni förum við alveg heim að húsinu mínu. Ykkur mun víst finnast það ómaksins vert: að koma inn í garðinn minn og dvelja þar svo sem í 10 mínútur. Þar eru þrír sáðreitir með jarðarberjum, sem enginn hefur vitjað um i dag. Að því búnu skal ég koma ykkur á rétta leið til Lanfer. Þangað munu ykkar ungu fætur bera ykkur á hálfri klukkustund. Eg vona, að þér hafið fengið eins góða leiðbeiningu, er þér komuð hingað í fyrsta sinn eins og við fáum núna, sagði hinn eldri þeirra, sem komið höfðu til að spyrja til vegar. Já, svaraði Wain læknir, ég hafði aldrei af öðru að segja en kurteisi og góðsemi. - Eg get líka sagt hiðsama fyrir mig, sagði félagi hans. Eg hef ferðast um mörg lönd. Og með fáum undantekningum hef ég alltaf fengið vingjarnlegar leiðbeiningar þegar ég hef spurt til vegar. Og ég vil biðja ykkur, drengir mínir, að blygðast ykkar aldrei fyrir að biðja um leiðbeiningar, að því er snertir veginn til þess staðar, sem er langtum betri og fegurri en hið fagra Lanfer. Þessi heimur sýnir margar krókaleiðir. En sá vegur er beinn og jafnframt þröngur, sem liggur til hins himneska heimkynnis. En ef þið eruð í óvissu, þá biðjið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.