Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
Drottin sjálfan að leiða ykkur á hinn rétta veg. Vissulega mun
hann gera það. Þið skuluð heldur ekki hika við að spyrja
einhvern af hinum sönnu þjónum frelsarans um þann veg, sem
leiðir til lífsins. Þið munuð hafa mikla gleði og blessun af því: að
heyra hann segja frá, hvernig Guð hefur leitt hann á þeim vegi.
- Nú erum við rétt hjá jarðarberja sáðreitnum, en gleymið ekki
heilræði gamals manns og blygðist ykkar aldrei fyrir að spyrja
einhvern þjón Guðs: Er ég á réttum vegi til himnaríkis?
Aldrei gleymdi einn af drengjunum þessum orðum. Þó var
sem þau lægju dauð í vitund hans hér um bil í 14 ár. Þá var hann
orðinn liðsforingi. Hættulega særður lá hann í tjaldi á
sjúkravagni hermanna. Hann var fjarri heimili sínu og ættingj-
um. Þá endurtók hann í huga sínum þau orð, sem ókunni
maðurinn hafði sagt við hann sumarkvöldið í Wales. Hann
vissi, að hann var ekki á réttri leið til himins. En hann langaði til
að fínna þá leið. Er hann hafði háð harða baráttu við dramb sitt,
ávarpaði hann hermann einn, er lá á þeirri hálmdýnunni, sem
næst var hans eigin: Sanderson, eruð þér vakandi?
Já, herra liðsforingi, get ég gert nokkuð fyrir yður? spurði
hann, þó að röddin væri veik af sársauka og þjáningum.
Þér getið vísað mér veginn til himnaríkis, ef þér viljið,
Sanderson. Eg veit, að þér eruð á réttri leið, en ég fer villur
vegar. Og með miklum alvöruþunga endurtók hann að mestu
orð fangavarðarins í Filippí (Postulas 16.30.) og sagði: Ó,
Sanderson, segið mér, hvað ég á að gera til að verða hólpinn, og
hvernig ég get fengið vissu fyrir því, að ég sé á réttum vegi?
Lof sé Drottni, hann hefur svarað bænum okkar fyrir yður,
herra minn, svaraði hermaðurinn. Vér höfum haft miklar
mætur á yður sem vorum unga liðsforingja. Og sex af okkur
hefur langað mjög að sjá yður þjóna hinum mikla yfírforingja,
sjálfum Drottni himins og jarðar. Ó, herra minn, trúið á
Drottin Jesúm Krist, þá munuð þér verða hólpinn. Hann
hefur fullkomnað það verk, sem Faðirinn fékk honum að vinna
Sáluhjálpina hefur hann keypt handa yður. Afsakið dirfsku
mína, herra minn, að ég, sem er ólærður maður, er svo berorður
við yður. En Drottinn er að kalla mig heim til sín. Ég má engan
tíma missa. Og ég finn, að óðum dregur af mér.
- Tólf klukkustundum síðar hafði hermaðurinn lokað