Norðurljósið - 01.01.1982, Page 20
20
NORÐURLJÓSIÐ
3 lífsstundir eftir
Er W.P. Mackay var 17 ára gamall, yfirgaf hann heimili sitt til
að fara í Menntaskóla. Það var í Skotlandi.
Sem skilnaðargjöf gaf móðir hans honum biblíu. A saurblað-
ið reit hún nafn hans, nafn sitt og ritningargrein.
Unglingurinn þekkti fagnaðarerindið, sem boðar endurleys-
andi kærleika Krists. Og trúarlegu uppeldi sínu gat hann ekki
gleymt. Margt var það við menntaskólalífið, sem hafði í för
með sér freistingar. Onæmur var hann fyrir þeim, meðan í
minni hans .vakti, hve var geislandi trúarlíf móður hans.
Samt sem áður, hann hafði aldrei gefið sig Drottni, með
persónulegu afturhvarfi. Er árin liðu, breyttist hann smám
saman. Um það bil, er námi hans lauk, var hann orðinn eins og
margir af námsfélögum hans.
Er hann hafði útskrifast, fór hann að halda hóp með vantrú-
armönnum, drykkjumönnum og lastaseggjum. Varð hann
forstjóri félags vantrúarmanna að lokum. Þeim var ekkert
heilagt.
Dag nokkum, ídrykkjuvímu, veðsetti hann biblíuna, semmóáir
hans hafði gefið honum.
Þetta gerði hann til að geta fengið meira viskí.
Syndsamlegt líferni sonarins bugaði hjarta móður hans. Eigi
að síður bað hún um, að hann frelsaðist, og með bæn á vörum
fyrir honum dó hún.
Mackay var gæddur góðum námsgáfum. Varð hann að
lokum læknir í borgarsjúkrahúsi.
Dag nokkurn var komið með múrara. Marinn var hanrt og
brotinn af því að detta niður úr stiga. Dr. Mackay stundaði
hann og varð undrun sleginn, er hann sá friðinn og ljómann,
sem var á andliti sjúklingsins. Einhvern veginn minnti þetta
hann á móður hans kæru.
Slasaði maðurinn þjáðist mikið. En hann brosti og sagði:
„Hvað segið þér um þetta, læknir?“
O, við munum hafa þig upp úr þessu, svaraði læknirinn.
Nei, læknir, ég vil engar ágiskanir. Ég er ekki hræddur við,