Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 22
22
NORÐURLJOSIÐ
eyddu ár, hugleiddi hann þau aftur. Áður en hann fór úr
skrifstofu sinni, hafði dr. Mackay kropið niður og beðið Guð
móður sinnar um miskunn.
Læknirinn, sem kunnur hafði verið að hörku og óguðleik,
hafði breyst í auðmjúkan, þakklátan, trúaðan mann. hið gamla
varð að engu, eins og biblían segir. Hann var orðinn ný sköpun
í Kristi Jesú.
Læknirinn, W.P. Mackay, varð síðar þjónn Guðs orðs.
Hann boðaði fagnaðarerindið og sneri mörgum til réttlátrar
breytni. Bókin, sem hann áður hafði sýnt svo mikla léttúð, varð
sú eign, sem honum var allra dýrmætust, lampi, er lýsti honum
í daglegri breytni hans, og ljós, er leiddi hann á braut hans til
himinsins.
(Þýtl úr The Flame - Loginn - mars-apríl 1981. S.G.J.)
Undraverða sagan af Jóni Gabor,
manninum, sem vildi ekki deyja
Saga þessi gerðist í Rúmeníu. Fólkið þar er fastheldið við
fornar venjur, lítt gefíð fyrir nýjungar.
Jón Gabor heyrir öðru hvoru rödd. Hann trúir því, að hún sé
frá Guði. Röddin sagði honum fyrir fáum árum, að hann skyldi
vera viðbúinn því, að ’erfíðleikar miklir’ mundu mæta honum.
Hann bjóst við, að þetta merkti, að hann mundi deyja senn.
Fjölskyldu sinni sagði hann þetta, bjó hana undir sem best
hann kunni. Dag nokkurn sagði Röddin honum, að erfíðleik-
arnir kæmu daginn eftir. Jón bjó sig undir dauðann.
Til vinnunnar fór hann sem hann var vanur. Hann vann í
stórri efnagerðar-verksmiðju. Snjóað hafði um nóttina. Sáust
því fótspor hans greinilega. Fór hann þá allt í einu niður í
sjóðandi straum vatns og efnablöndu. Mátti heita, að hann færi
ofan í upp undir mitti.
Eg kallaði til Guðs: Ef þú vilt, þá taktu mig upp úr þessu.
Bj^rgaðu mér! Þá fann ég hönd á baki mér. Og mér var lyft upp
og látinn ásnjóinn ínokkurrametrafjarlægð. Ég gat ekki hreyft