Norðurljósið - 01.01.1982, Síða 25
NORÐURLJÓSIÐ
25
117 aðrir dóu
Josif Ton fór með hann til Gluj kvöldið, sem hann hélt
fyrirlestur um kraftaverk. Það tók hann klukkutíma, er hann
sagði söguna sína.
„Það, sem mér geðjast vel,“ segir Josif, er þetta. Vitnis-
burður hans fjallar um gleði og frið í þjáningunni. Líf hans
hefur ákveðinn tilgang. Það sýnir sigur kristins manns.
A þessum mánuðum, sem hann var í gjörgæsludeild, sá hann
117 manns deyja. Hann staðhæfir, að brottför þeirra flestra var
á tvenns konar hátt. I fyrsta lagi sáu þeir alla ævi sína
greinilega, eins og hann sína. Þá þörfnuðust þeir einskis dóms.
Þeir dæmdu sig sjálfír. I öðru lagi, þeir vissu, hvert leið þeirra
lá, er þeir væru dánir.
Hann gleymir því aldrei, hvernig það tók einn mann tvær
kvalafylltar vikur að deyja og gat aldrei róast. Er maðurinn var
loksins dáinn, fór Jón að grafast fyrir um hann. I mörg ár hafði
hann átt heima þar, sem Baptista kirkja var hinum megin við
götuna. A sérhverjum sunnudegi sat hann utanhúss og gerði
gys að kristna fólkinu.
I svo mörg ár, sagði Jón okkur, gaf Drottinn honum tækifæri
til að fara yfír um götuna. Hann steig aldrei þessi fáu skref. Og
hann dó í kvölum.
,, Sendi Guð þér erfiðleika mikla, býr hann þig undir þáfyrst. ‘ ‘
(Þýtt úr: Evangelism Today - Fagnaðarboðun nútímans.
febrúar 1981. S.G.J.)
Vinnustofa málarans
Saga
Fjöldamörg ár eru liðin frá því, að málari nokkur stóð í
vinnustofu sinni. Þumalfíngur hægri handar var undir beltinu
á vinnuskyrtu hans. í vinstri hendi sinni hélt hann á reykjar-
pípunni. Var það gjört til heiðurs gesti hans, en hann var Faðir
Hugo, sóknarprestur auðugu kirkjunnar hans sankti Jeróme.