Norðurljósið - 01.01.1982, Side 26
26
NORÐURLJOSIÐ
Listamaðurinn hafði ennþá ekki náð miðjum aldri. Hann var
frægur í Dusseldorf. Sumir sögðu, að nafn hans mundi verða
kunnugt um allan heim. Þegar sá dagur kæmi, hugsaði
Stenburg sorgbitinn, þá yrði hann orðinn svo gamall, að
hann gæti ekki notið þeirra auðæfa, er létu svo lengi á sér
standa. Samt sem áður tókst honum að njóta lífsins eins og
stóð. Hann elskaði list sína. Oðru hvoru varð hann svo
hugfanginn af starfmu, að hann sinnti engu öðru en myndinni á
myndagrindinni.
Þrátt fyrir það, að hann hafði leyst af hendi gott starf, var
hann sjálfur aldrei ánægður, né náð heldur hugsjón sinni. Verk
hans var vel af henni leyst. En hann þráði eitthvað meira.
Stenburg var því ekki ánægður maður. Eirðarleysi var í
fögrum augum hans, harður hreimur var í málrómi hans, er
sýndi aðgætnum athuganda, að andi hans átti ekki frið. Að öðru
leyti var hann í augum heimsins kátur maður og velmegandi, er
sýndi við sum tækifæri skarpvitran kaupsýslu anda, er þekkti
vel sín eigin áhugamál. Hann var nú að segja:
Nei, ekki það, fullvissa ég yður um. Upphæðin, sem þér
bjóðið mér, endurgyldi mér illa það erfíði, sem ég hef lagt í svo
stórt kirkju-málverk. Það verður að sýna marga menn.
Sérhvern þeirra verður að athuga vandlega. Krossfestingin
hefur svo margsinnis verið máluð, að erfitt verður að búa til
mynd, sem verði ólík öllum öðrum, en það vil ég, að hún verði.
Ég skal ekki setja takmörk á verðið, herra málari. Kirkja
sankti Jeróme greiðir ekki fyrir hana. Hún verður gjöf iðrandi
skriftabarns.
Er það svona! Það gerir mikinn mismun. Gjörið svo vel að
koma eftir mánuð aftur, talið frá deginum í dag, og þá verður
undirbúningi verksins lokið.
Þannig skildu þeir, báðir ánægðir. Á næstu vikum athugaði
Stenburg, hvemig myndin yrði samansett. Og hann fór í
Gyðinga-hverfið til að leita að fyrirmyndum í málverkið.
Sóknarpresturinn var ánægður. Hann langaði til að þunga-
miðjan í myndinni væri kross lausnarans. Málarinn mátti alveg
ráða, hverjir yrðu í kringum hann. Öðru hvoru leit sóknar-
presturinn inn. Var þá oft annar prestur í för með honum.
Komu þeir til að sjá, hvernig gengi með myndina. Á