Norðurljósið - 01.01.1982, Page 27
norðurljósið
27
hátíðisdegi, sem bar upp á 1. júní, átti hún að vera tilbúin.
Verkið sóttist nú mjög vel.
Vorið kom með ungu, grænu laufblöðin og fyrstu blómin
sprungu út. Þá greip málarann sálarhungur: að fara út úr
Dusseldorf og reika um með rissbók sína í héraðinu, sem var
umhverfís borgina. í útjaðri skógarins sá hann dag nokkurn,
hvar Tatara-stúlka var að flétta hálmkörfur.
Asjóna hennar var fögur. Kolsvart hárið féll í öldumynduð-
um gárum niður herðar hennar og allt að beltisstað. A
sérkennilegt útlit hennar jók fátæklegur, rauður, rifinn kjóll,
upplitaður víða vegna sólskins. En augu hennar voru það, sem
hertók athygli málarans. Eirðarlaus, tær, kolsvört. A hverju
andartaki breyttust þau. Sársauki, gleði, grín og glettni
spegluðust í djúpum þeirra eins hratt og skuggar skýja elta hver
annan á yfirborði vatns.
Hve frábær yrði mynd af henni, hugsaði Stenburg. En hver
mundi vilja kaupa mynd af Tatara-stúlku?
Enginn.
I Dusseldorf var litið á Tatara með hatri. Jafnvel enn áþess-
um dögum er það refsivert athæfí: að vera Tatari.
Hve dásamleg yrði mynd af henni, hugsaði Stenburg.
Stúlkan tók eftir listamanninum, fleygði hálminum niður,
stökk á fætur, lyfti höndunum upp fyrir höfuð sér og smellti
fingrum taktfast. Hún dansaði létt og með yndisþokka frammi
fyrir honum. Hún sýndi hvítu tennurnar og augnatillit hennar
glampaði af kátínu.
Stattu kyrr! hrópaði Stenburg og dró í skyndi rissmynd af
henni. Þótt hann teiknaði hratt, þá var þó stellingin þreytandi
fyrir hana. Samt kvikaði hún ekki. Það bar vitni fyrir
listamanninum, hve erfíð staða hennar hafði verið, er hún lét
armana falla niður með andvarpi og stóð í hvíldarstöðu.
Það er ekki aðeins, að hún sé fögur, hún er fyrirmyndar
fyrirsæta. Eg ætla að mála hana sem spænska dansmær. Sömdu
þau um það, að Pepita kæmi þrisvar í viku heim til Stenburgs
fíl að láta mála sig. A réttum tima kom hún. Hún var full
undrunar. Augun hennar stóru skyggndust um vinnustofuna.
Hún sá þar herklæði, leirkerasmíði og útskurð. Brátt fór hún að
athuga málverkin. Málverkið mikla, sem nú var nærri því