Norðurljósið - 01.01.1982, Side 28
28
NORÐURLJOSIÐ
tilbúið, dró að sér athygli hennar. Hún horfði fast á það. Með
lotningarrómi spurði hún: Hver er þetta? Benti hún á þann,
sem mest bar á, en það var endurlausnarinn á krossinum.
Það er Kristur, svaraði Stenburg kæruleysislega. Hvað er
verið að gera við hann? Það er verið að krossfesta hann, kallaði
listamaðurinn. Snúðu þér betur til hægri. Þarna, þetta er ágætt,
sagði Stenburg. Þarna, þetta dugar, sagði Stenburg, sem með
pentskúfmn í höndunum, var fámæltur maður.
Hvaða fólk er þarna í kringum hann, þessir með ljótu
andlitin? Sjáðu nú, sagði listamaðurinn. Eg get ekki talað við
þig. Þú þarft ekkert að gera nema standa eins og ég segi þér.
Stúlkan þorði ekki að tala fleira. En hún hélt áfram að horfa
og íhuga. í hvert skipti, sem hún kom í vinnustofuna, óx
hrifning hennar af myndinni. Stundum áræddi hún að bera
fram spurningu, því að forvitni hennar brann í henni.
Hvers vegna krossfestu þeir hann? Var hann vondur, mjög
vondur?
Nei, mjög góður.
Þetta var allt, sem hún lærði í einni heimsókn.
En hún geymdi sem fjársjóð hvert orð. Og sérhver setning
var þeim mun meiri þekking á leyndardómnum. - Þá, fyrst
hann var svo góður, hvers vegna gerðu þeir þetta? Hví slepptu
þeir honum ekki?
Það var vegna - hann hallaði höfðinu og lagaði mittislindann
hennar.
Vegna? endurtók Pepita áköf. Listamaðurinn gekk aftur að
málaragrindinni. Þá leit hann á hana. Ákefðin, spyrjandi
andlitið, hrærði meðaumkun hans.
Hlustaðu, ég skal segja þér þetta í eitt skipti fyrir öll, og
spurðu svo ekki fleiri spurninga. Hann sagði henni síðan sögu
krossins. Hún var Pepitu ný, þótt listamanninum væri hún svo
gömul, að hún var alveg hætt að hræra hann. Málað gat hann
dánarkvölina, en ekki nokkur taug hans titraði. En hjarta
hennar titraði, er hún hugsaði um það. Stóru, svörtu augun
hennar flutu í tárum. En logandi stolt Tatarans fyrirbauð
þeim að hrynja.
Málverkunum báðum var lokið samtímis. Pepita var komin í
seinustu heimsókn sína. Osnortin leit hún á myndina fögru af