Norðurljósið - 01.01.1982, Page 32
32
NORÐURLJÓSIÐ
hann flutti skilaboð sín. - Mundi herramaðurinn koma með
honum, því að erindið þyldi enga bið.
Hvert, spurði málarinn.
Það má hann ekki segja. Verðir laganna gætu fengið að vita
það og rekið þá úr tjöldum þeirra í skóginum.
Hvers vegna vilt þú, að ég komi?
Manneskju, sem er að deyja, langar til að sjá þig.
Borðaðu, sagði listamaðurinn. Þú ert hungraður.
Við erum öll glorsoltin.
Stenburg kom með poka með matvælum í. Getur þú boríð
þetta?
Æ, æ, fúslega, en komdu, engan tíma má missa.
Listamaðurinn fylgdi honum. Hann fór hratt um strætin og
út í sveitina utan við borgina. Tunglið kom upp, og þá sást, að
þeir voru í skógi. Greinar trjánna voru hlaðnar snjó. Engin var
gatan, en maðurinn hikaði aldrei. Þögult og hratt fór hann á
undan Stenburg. Loksins komu þeir í rjóður. Þar stóðu fáein
tjöld.
Farðu þarna inn, sagði maðurinnogbenti áeitt þeirra. Síðan
sneri hann sér að hópi karla, kvenna og barna, sem þyrptist í
kringum hann. Hann talaði til þeirra á ókunnri tungu og lyfti
pokanum af herðum sér.
Listamaðurinn laut niður og skreið inn í tjaldið. Tunglskins-
geisli bjartur lýsti upp, hve fátæklegt var þarna inni. Á hrúgu,
sem búin var til úr þurrum trjálaufum, lá ung stúlka. Andlitið
var kinnfiskasogið og lýsti skorti. Hvað, Pepita!
Er hún heyrði rödd listamannsins, lauk hún upp augunum.
Ennþá var ljóminn í þessum dásamlegu, svörtu augum. Bros
titraði á vörum hennar, og hún reisti sig upp á olnbogann.
Já, sagði hún, HANN er kominn að sækja mig! Hann réttir
fram hendurnar! Það blæðir úr þeim! Og hann segir : „Fyrir
þig.“ - „Allt gerði ég þetta fyrir þig.“
Skömmu síðar kvaddi hún hann.
Mörgum árum eftir það, að málarinn og Tatarastúlkan höfðu
mæst aftur á landinu efra, kom ungur, glaðvær aðalsmaður til
Dusseldorf. Hann ók í fögrum vagni. Meðan hestarnir voru