Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 35
norðurljósið
35
Enn er svarað. í svarinu eru beiskir tónar vonbrigða,
hjartakvalar og ákæru.
Vínlagarþró hef ég troðið aleinn. Af þjóðunum hjálpaði mér
enginn. Ég fótum tróð þá í reiði minni, marði þá sundur í heift
minni. Þá hraut lögur þeirra á klæði mín, og skikkju mína ataði
ég alla. Því að hefndardagur var mér í hug, og lausnarár mitter
komið. (Jesaja 63. 1.-4.)
National Geographic Magazine (Þjóðlega landfræðilega
tímaritið) birti fyrir nokkrum árum grein. I henni voru nálega
þrjátíu heilsíðumyndir í ljómandi litum. Þær voru af borg, er
týnd hafði verið í nálega tvö þúsund ár. En var þá fundin
skyndilega, uppgötvuð á ný. Borgin var engin önnur en sú, sem
vér höfum verið að ræða um. Hún er kölluð nú á dögum Petra.
Vér förum frá múrum girtri Jerúsalem og höldum í austurátt
til Betaníu. Vér höldum svo eftir vegi, sem liggur um þverhnípt
fjöll, niður til gistihúss miskunnsama Samverjans. Loksins
komum vér að gömlu Jeríkó. Þá stefnir leiðin í austurátt inn í
Dauðahafs-dalinn. Er sú mannbyggð lægst á jörðinni um 1300
fet undir sjávarmáli (um 419 metra).
En áhugi ökkar beinist nú að Petru. Við höldum áfram
ferðinni beint í austur frá Jeríkó, uns við komum að ánni
Jórdan. Þar er brúin sögufræga, kennd við Allenby hershöfð-
ingja. Notaði Guð hann sem með kraftaverki til að frelsa
Jerúsalem úr höndum Tyrkja, án þess að hann hleypti af einu
skoti.
Er lokið var stríðinu, var honum haldin móttökuhátíð. Hélt
hann þá sögufræga ræðu. Hann var alinn upp í Hálöndum
Skotlands. Á kvöldi hverju kraup hann við kné móður sinnar, er
hann fór með kvöldbænina sína. Lét hún hann ávallt segja með
sér síðustu orðin, þótt hann smámæltur væri: Og, ó, Drottinn,
við viljum ekki gleyma þjóðinni þinni, Israel. Hraða þú þeim
degi, þegar Israel verður aftur lýður þinn og verður endurreist-
ur til að öðlast hylli þína og land sitt. - Átti hann þá erfitt með
að fara ekki að gráta, er hann stóð frammi fyrir geysilegum
mannfjölda. En hermaðurinn frægi sagði auðmjúklega og blátt
áfram: Ég vissi ekki þá, að Guð mundi veita mér þau
sérréttindi: að hjálpa til að svara bænum bernsku minnar.
Við förum nú yfír Allenby-brúna. Þá erum við komin í