Norðurljósið - 01.01.1982, Síða 38
38
NORÐURLJÓSIÐ
35.27.), Esaú hlýtur að hafa farnast mjög vel, því að við lesum í
1. Mós. 36. 1.: Þetta er ættartala Esaú, þaðer Edóm... Þettaer
saga Esaú, ættföður Edómíta á Seírfjöllum . . . Þessir eru þeir
konungar, sem ríktu í Edómlandi, áður en konungar ríktu yfír
Israelsmönnum. Kemur þá löng skrá yfir konunga og
ætthöfðingja, sem voru í Edóm. (1. Mós. 36.) En við lesum:
Jakob bjó í landi því, er faðir hans hafði dvalist í sem
útlendingur. (1. Mós. 37.1.).
Esaú, sem fyrirleit frumburðarrétt sinn, bjó í fegurstu borg í
heimi. Hallir hennar voru höggnar út, líkar fegurstu
útskurðarmyndum, úr rósrauðum, regnbogalitum og sítrónu-
gulum steini. Afkomendur hans ríktu sem hertogar og
konungar. En sagan er enn ekki öll.
Jakob sneri heim frá Mesópótamíu, bjó sem ,,útlendingur“ í
ókunnu landi sárhryggur yfir missi Rakelar, elskuðu konunnar
sinnar. Skömmu síðar fylltist hann örvæntingu, er hann missti
Jósef. Eftir nokkurn tíma hrjáði hann hungursneyð og óttinn,
að Benjamín yrði tekinn frá honum. I örvæntingu sagði hann:
Allt kemur þetta yfir mig!
Þá komu þær gleðifréttir, að Jósef væri enn á lífi og höfðingi
yfír öllu Egiftalandi, og að hann léti allan landslýðinn fá brauð.
Með glöðu hjarta fór Jakob til elskaða sonarins, líkt og
Gyðingar munu gera, er þeir snúa sér til Drottins Jesú. Jakob
eyddi svo þeim ævidögum, sem hann átti eftir enn, í þeirri
dýrð, sem umkringdi fræga soninn hans. Jakob, með öllum
sínum göllum, hafði verið kjörinn til að verða sá farvegur, sem
blessun handa öllum heimi streymdi eftir. Hann lifði það að
sjá, að sonur hans varð heiminum til blessunar.
Þegar Jakob dó, lét Jósef smyrja hann. Stórmenni
Egiftalands fylgdu síðan jarðneskum leifum hans til Górem-
haatad, sem er austanmegin Jórdanar. Þar héldu þeir sorgar-
hátíð. Það hlétur að hafa verið löngun Jósefs að fara yfir Edóm-
land og sýna Esaú og fjölskyldu hans, hve Guð hafði heiðrað
hinn auðmjúka Jakob. Synir hans fluttu hann svo yfír í
Kanaanland og jörðuðu hann í Makpela-helli. Þar hvílir hann
enn í dag, bíður komu Drottins. Hve það mun verða
dásamlegur dagur!