Norðurljósið - 01.01.1982, Side 44
44
NORÐURLJOSIÐ
„elskaðir vegna feðranna.“ Þeim hefur ekki verið „snarað
burt“, því að „Guð iðrar ekki náðargjafa sinna og köllunar.“ A
núverandi heimsöld nær náð Guðs bæði til Gyðinga og
heiðingja. Handa hverjum einstaklingi er aðeins ein leið til
þess, að hann geti frelsast, hvort sem hann telst til Gyðinga eða
heiðingja. Leiðin er trúin persónulega á friðþægingarverk
Drottins Jesú á krossinum á Golgata. Hvað sem kemur fyrir
Gyðinga, þegar Drottinn Jesús kemur aftur, það hendir þá sem
þjóð þá. Hvað kemur fyrir þá sem einstaklinga, það er undir
okkur komið. Það bráðliggur á því, það er lífsnauðsyn fyrir þá
sem einstaklinga, að þeim sé fært fagnaðarerindið NU.
Með því að boða Gyðingum fagnaðarerindið nú á dögum,
erum vér að uppfylla þrefalda skyldu.
Það er röðin í kristniboðsstarfmu: Gyðingnum fyrst (Róm.
1.16.). Það er skuld, sem á að gjalda - „Hjálpræðið kemur frá
Gyðingum.“ (Jóh. 4.22.) og í þriðja lagi er það undirbúningur
komu Drottins, því að þegar hann kemur aftur sem Messías
Israels, verða þeir að þekkja hann. Og hvernig geta þeir þekkt
hann?
„Hvernig eiga þeir þá að ákalla þann, sem þeir ekki hafa
trúað á? Og hvernig eiga þeir þá að trúa á þann, sem þeir ekkert
hafa heyrt um? og hvernig eiga þeir að heyra, nema einhver
prediki?“ (Róm. 10.14.).
(Þýtt úr The Chosen People (Útvalda fólkið) S.G.J.).
Dagurinn., þegar Jesús kom inn í
heimili mitt
Eftir William Mc Donald.
Þetta gerðist daginn, sem ég bauð einum lærisveini Drottins að
dvelja hjá mér, meðan hann væri í bænum. Þessi ungi maður
var sannarlega helgaður Drottni og brennandi í andanum og
kostgæfinn í starfínu fyrir Krist. Hver vöðvi í líkama hans var
vissulega helgaður Drottni. Það var ekki alltaf svo létt að eiga
samleið með honum.
Við ókum heim að húsinu og skildum bílinn þar eftir. Þegar