Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 57
NORÐURLJÓSIÐ
57
Ég hef aldrei verið í höfuðstaðnum, svaraði eldri stúlkan. Ég
hef ekki lært heimspeki, stærðfræði eða aðrar vísindagreinar
eins og þér. Ég þekki aðeins biblíuna mína. En fyrst þér eruð
svo lærður, þá getið þér líklega sagt mér, hvaðan eggið kemur.
Það er nú skrýtin spurning. Eggið kemur auðvitað úr
hænunni?
Þá hefur verið til hæna, sem ekki kom úr eggi. Eða er ekki
svo? spurði stúlkan.
Nei, fyrirgefið þér, tmgfrú. Eggið hlýtur auðvitað að hafa
verið til á undan hænunni.
Þá hefur verið til egg, sem ekki kom úr hænu.
Nei-i, - jú-ú, nei - það er að segja, fyrirgefið þér, - en sjáið
þér ekki - skiljið þér ekki -?
Ég sé það og skil, að þér vitið það ekki. En annaðhvort var hin
fyrsta hæna til á undan egginu, eða þá að hið fyrsta egg hefur
orðið til á undan fyrstu hænunni.
Jæja, þá held ég, að hænan hafi verið til fyrri.
Nú, þá hefur verið til hæna, sem ekki kom úr eggi. Segið mér
nú, hver hefur skapað þessa fyrstu hænu, sem allar aðrar hænur
og egg eru komin frá?
Æ, hvað viljið þér með hænu yðar og egg? Haldið þér, að ég
selji alifugla?
Nei, ég bið yður aðeins að svara þessari spurningu: Hvaðan
kom móðir allra hænsna og eggja?
Hvers vegna viljið þér vita það? spurði ungi maðurinn
vandræðalegur.
Jæja, fyrst þér vitið þaðekki, þá viljið þér, ef til vill, leyfa mér
að segja yður það. Sá, sem skapaði fyrstu hænuna eða fyrsta
eggið, ef þér viljið það heldur, er sá hinn sami, sem skapaði
heiminn. Og það er Guð. Þér, sem ekki getið gert grein fyrir
tilveru einnar hænu, eða eggs, án Guðs, þér haldið því samt
ffam, að þessi heimur hafi orðið til án Guðs.
Heimspekingurinn ungi varð að þegja. Hann tók hattinn
smn og fór burt sneyptur. Jafnvel þótt hann hafí ekki séð að sér
°g viðurkennt heimsku sína, hefur það vafalaust verið gott fyrir
hann: að verða orðlaus gagnvart einföldum orðum þessarar
stúlku.
Margir eru þeir, sem vitrir þykjast eins og hann, en gerast þó