Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 59
NORÐURLJÓSIÐ
59
var kominn úr tísku. Með lausu höndinni hélt maðurinn
hornunum á kraganum upp að hálsinum á sér til að byrgja fyrir
nístingskaldan vindinn.
Ekki fóru fleiri orð á milli okkar. Eg sneri andlitinu í vindinn,
er við fórum fyrir hornið á bókasafns-húsínu.
Eg velti þessu fyrir mér. Dóttir mín hafði tekið tíma til að
ávarpa aldraða manneskju. Hvar hafði hún lært að vera svo
hugsunarsöm?
Manninum hafði sjáanlega geðjast þetta vel. Orðin mundu
varpa birtu á síðdegið og kvöldstundirnar.
Hvers vegna hafði ég aldrei gert neitt þessu líkt? Enginn tími
til þess, auðvitað. Eg var of önnum kafm við að sjá um þrjú
börn, eiginmann og köttinn. Svo var ég líka ritari safnaðarins,
kenndi flokki barna í sunnudagaskóla .... Höfðum við ekki öll
verið vöruð við því: að tala við ókunnugt fólk. Er ég fálmaði
eftir afsökunum, virtust þær hverfa sem vatn, er hripar gegn-
um sigti.
I huga minn þutu sögur af Jesú og ókunnu fólki, sem hann
hitti: Sakkeusi, samversku konunni við brunninn, blinda
manninum, sem hann hafði læknað. Hvað hefði gerst, ef Jesús
hefði aldrei talað við þau? Ævi þeirra var gerbreytt, af því að
hann gerði það.
Hvers vegna hafði ég engan tíma? Ekki tók það dóttur mína
langan tíma, er hún sagði þessi fjögur fáu orð við ókunnugan
mann. Fjögur lítil orð, og þau höfðu haft gleði í för með sér.
Fjögur lítil orð, og dóttir mín hafði kennt mér dýrmætan
námskafla í hagnýtum kristnidómi.
Bókasafns-hurðin var þung. Ég seildist í handfangið og hélt
dyrunum opnum fyrir dömunni ungu, sem gekk á eftir mér.
Slys, áformað af Guði
Laugardaginn 3. mars, 1979, var símað til okkar frá slysadeild
sjúkrahúss Siloam Springs í Arkansas. Læknirinn tilkynnti
okkur, að Díana, dóttir okkar, hafði lent í alvarlegum árekstri
bifreiða og hlotið alvarleg höfuðmeiðsl. Flytja ætti hana til
Fayetteville og þyrfti að veita leyfi til uppskurðar ef það
reyndist nauðsynlegt. Er við höfðum veitt leyfið, krupum við
grátandi niður viðurkenndum frammi fyrir Drottni, að hún