Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 64
64
NORÐURLJÓSIÐ
allt í kássu. Ég varð að tæma það. Þarna voru þá bækurnar tvær,
sem gjörbreyttu ævi minni þetta janúarkvöld 1974.
Ég tók upp bláu bækumar. Onnur þeirra var smárit ætlað
skólafólki. Það hét: Hefur þú eignast dásamlega lífið, sem fylgir
fyllingu heilags Anda? Hin var Gídeons-nýja testamentið litla,
græna.
Ég notaði það til að vitna fyrir vinstúlku minni, sem var að
fara til Mexíkó sem kristniboði með sama hópnum, er ég hafði
verið með. Hún veitti Kristi viðtöku sama kvöldið, sem ég gaf
henni nýja testamentið.
Ég lofa Guð fyrir það, að hann notar fólk eins og skóla-
herferða fólkið og Gídeons-félagið til að ná til hinna glötuðu.
Vel má vera, að þið heyrið aldrei nokkuð um suma þeirra, sem
þjónusta ykkar nær til. Samt er hún svo lífsnauðsynleg og
mikilvæg. Hún breytti ævi minni. Ég er viss um, að hún hefur
náð til þúsunda annarra.
Guð segir í orði sínu, Jesaja 55.11.: „Eins er því farið með
mitt orð, það er útgengur af mínum munni: það hverfur ekki
aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefur framkvæmt
það, sem mér vel líkar og komið því til vegar, er ég fól því að
framkvæma.“
Ég þakka ykkur fyrir hönd allra þeirra, sem eignast hafa
gjörbreytta ævi vegna þjónustu ykkar.
Frii Christine M. Gallagher,
Jamesville, Wisconsin. U.S.A.
(Þýtt. S.G.J.)
I bráðustu lífshættu
Eyjan lá dálítið frá meginlandinu. Flóðgarður tengdi hana við
meginlandið. Raunverulega var hún ekki eyja. nema á flóðinu,
þegar flæddi yfir garðinn, sem tengdi þennan byggða blett við
meginlandið. Aðeins eitt býli var á eynni. Það var lágreistur,
fátæklegur bóndabær. Einar Karlsson hafði búið þarna í hér
um bil fjögur ár, auk hans var kona hans, María og börn þeirra
tvö: Maríanna og Eiríkur. Ekki hafði Einar ílutt glaður út í