Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 67
NORÐURLJÓSIÐ
67
hún og faðir þeirra báðu Jesúm fyrir þeim. Maríanna, sem nú
var orðin rólegri, spennti greipar og bað upphátt: Kæri
Drottinn Jesús, þú sérð neyð okkar. Vilt þú ekki hjálpa okkur?
Þú getur gert það, því að þú ert miklu sterkari en stormur og
haf. Kæri frelsari, hjálpa þú okkur, bað Eiríkur líka.
Rétt á eftir rak Maríanna upp fagnaðaróp. Sjáðu bróðir,
Jesús hefur þegar bænheyrt okkur! Hún hafði rétt fyrir sér.
Taktfast hljóð blandaðist saman við öldugnýinn og gargið í
mávunum. Þetta hljóð kom frá vélbáti. Skipstjórinn hafði séð
háskaför barnanna. Hann bjargaði þeim. Brátt voru þau óhult í
öryggi stofunnar, umvafin kærleika föður og móður. En úr
lágreistum bæ stigu innilegar þakkarbænir upp til Hans, er
verndað hafði Eirík og Maríönnu er þau voru í ógurlegri
lífshættu úti á sjónum.
(Þýtt S.GJ.)
„Ef nokkum þyrstir.....................“
Laufskálahátíð Gyðinga var haldin af tveimur ástæðum. Þá var
lokið allri uppskeru vínberja. Hún var einnig haldin til
minningar um: að ísraelsmenn ferðuðust yfir eyðimörkina í
40 ár. í 7. kafla guðspjalls Jóhannesar er okkur sagt, að hér um
bil sex mánuðum fyrir krossfestingu sína fór Jesús til hátíðar-
innar, er hún var hálfnuð, og tók að kenna í helgidóminum
(forgarðinum). A þessum átta dögum var þess ávallt minnst
með þakkargjörð, hvernig Guð með ýmsu móti hafði sýnt
lýðnum hylli sína, meðan ferðalagið stóð yfir. Minnst var
vatnsins, er Guð lét streyma úr kletti. Á degi hverjum var
komið með vatn úr Sílóam-laug og því hellt niður sem dreypi-
fórn á musteris-svæðinu.
Vissulega var það með þetta í huga, er Jesús stóð upp síðasta
daginn og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og
drekki! (37. grein). Hann var ekki að hugsa um þennan milda
þorsta, sem við þekkjum, heldur þorstann hræðilega, sem
dregur menn til dauða, sé honum ekki svalað. Kristur svalar
Því þorsta hinna þyrstustu. Tiiboð Krists þrumaði því yfir
mannfjöldann í síðasta sinn áður en hann færi heim.