Norðurljósið - 01.01.1982, Page 70
70
NORÐURLJÓSIÐ
Er hún kom inn og hitti hana grátandi, lagði hún arminn um
herðar henni og spurði: Er það svona sárt?
Örvilnuð sagði hún hátt: Hvers vegna þurfti ástin að hafa
slíka örðugleika fyrir mig í för með sér? Og enginn skilur mig,
ekki einu sinni móðir mín.
jesús skilur þig, svaraði ungfrú Ramsauer, og hann mun gefa
þér kraft til að velja hið rétta. Ég veit, hve erfitt það er fyrir þig,
að þú verður að fórna ást þinni. En hugsa þú um hann, er lagði
allt í sölurnar þín vegna. Við erum kölluð til að feta í fótspor
hans. Enginn er sá, er fylgja vill Jesú, sem geti sneitt hjá fórnar-
altarinu.
Tina vissi, að þetta var satt. Er hún var alein með Jesú, skildi
hún æ betur, að ætti hennar andlega líf að þroskast, og hún að
verða ávaxtarík grein, þá yrði hún að færa sína fórn.
Allt fyrir Jesúm. Þetta var grunntónn trúarlífs ungfrú
Ramsauer sjálfrar. Hann hafði vakið heilaga þrá hjá Tinu: að
eignast ennþá innilegra samlíf við Guð. En það, að þetta yrði
svo hræðileg prófraun, hafði henni aldrei komið til hugar, er
hún bað um: að öðlast meira af Jesú, meira af hans Anda og
kærleika.
Komdu, sagði ungfrú Ramsauer. I þessu máli gagnar þér
engin mannleg hjálp heldur hans.
Það var svo gott að gráta úr sér sorgina við hjarta Jesú. Hann
mætti ungu stúlkunni, svo að hún á nýjan hátt vígði sig honum.
Hún gat ekki gengið aðra braut en þá, sem Guð hafði afmarkað
henni. Tapið á velþóknun hans, það gat jafnvel hin mesta
mannlega ást ekki bætt upp.
Ríkisarfinn ungi skildi, að hans elskaða var honum töpuð.
Voldugri konungur en hann hafði kjörið hana sér að brúði,
fengið hennar afdráttarlausa jáyrði. Sleppa varð hann kærásta
draumi sínum, en með lotningu laut hann vali hennar.
Stórfurstafrúin varð alveg öskureið, er hún skildi, að þetta
voru engar ungmeyjar kenjar, sem hægt var að sigrast á, heldur
föst innri sannfæring. Hún sendi ungfrú Ramsauer á brott, sem
með ofstæki sínu var sökin í allri ógæfunni. Hún þrengdi að
Tinu með áköfum ásökunum. Hún gerði ekki aðeins glæsilega
framtíð sína að engu, heldur líka sambandið góða, sem verið