Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 73
NORÐURLJÓSIÐ
73
tekið á móti Kristi, þá var farið að hugsa meira um: hvað vill
Guð, að ég gjöri? fremur en: hvernig vil ég verja lífi mínu? Svo
sem ári seinna hætti ég við líffræðinám, en fór í guðfræðinám í
Háskólanum hérna.
Ég skrifaði ýmsum kristnum söfnuðum í Bandaríkjunum og
var svona að þreifa fyrir mér, hvað Guð vildi, að ég gerði. Þá
kynntist ég amerískum trúboða, sem var hér. Hann hét Larry
Hubartt. Hann var kominn hingað til að reyna að stofna Biblíu-
kirkju - Bible Church hér. Hann kenndi mér mjög mikið úr
biblíunni, sem ég hafði ekki lært á þessu ári, sem ég var í
K.F.U.M. Ég ákvað að fara með honum til heimasafnaðar
hans. Hann þurfti að fara að fara af landi brott og spurði, hvort
ég vildi fara með til þess að verða trúboði eða fræðari. Ég fór
þangað haustið ’74 og á vesturströnd Bandaríkjanna til
Brookings, Oregon. Upphaflega ætlaði ég að vera eitt ár, en það
lengdist svo að ég varð þar í fjögur ár við að læra grísku og
hebresku, guðfræði og Biblíuna, með það markmið fyrir
augum: að koma til Islands aftur, boða Krist og kenna hans orð.
Finnst þér, að vera þín vestra hafi mótað þig þannig, að þú
hugsir öðruvísi en ef þú hefðir alltaf átt hér heima?
Þetta er góð spurning. Ég veit ekki alveg, hvort ég get svarað
henni. Ég held það hljóti að vera, þar sem ég ólst upp þarna
ytra, þá hljóti ég að hugsa eitthvað öðruvísi. Ég taldi mig þó
alltaf Islending. Ég vissi það, að ég var fæddur á Islandi af
íslenskum foreldrum, var alltaf svona ofurlítið þjóðernissinn-
aður, taldi gaman að vera Islendingur og vildi vera Islending-
ur. Það var auðvitað íslensk menning á heimilinu. Við héldum
við margar íslenskar venjur eins og t.d. þetta: að opna pakkana
á aðfangadagskvöld í staðinn fyrir jóladag eins og fólk gerir í
Bandaríkjunum. Heimilisvenjur voru ýmsar öðru vísi en hjá
nágrönnum okkar. Ég held, að sú staðreynd, að ég hlaut mest
alla mína skólagöngu í Bandaríkjunum, hljóti að valda því, að
ég hugsa svolítið öðruvísi en Islendingar flestir gera. Satt að
segja fmnst mér, að ég sé ekki búinn að komast inn í hugsunar-
hátt flestra íslendinga. Þannig held ég, að þótt ég hafí verið
stoltur íslendingur, þá hugsi ég meira eins og Bandaríkja-
maður.
Nú hefur þú verið að hjálpa til við starfið á drengjaheimilinu