Norðurljósið - 01.01.1982, Page 74
74
NORÐURLJÓSIÐ
Ástjörn í Kelduhverfi. Hafðir þú einhverja reynslu í bama- eða
unglingastarfi?
Ekki mjög mikla. I söfnuðinum í Oregon - um þær mundir,
sem ég var þar við nám í fjögur ár - þá kenndi ég um tíma
seinni árin fjögurra til fimm ára gömlum börnum eitt kvöld í
viku, gerði það, held ég, í tvö ár. Þannig hafði ég smávegis
reynslu af því: að kenna litlum krökkum. Þá var ég einnig um
tíma með sunnudagaskóla fyrir 10, 11 og 12 ára börn. Tók ég
við honum af breskum trúboða, sem heitir Philip Ridler. Þetta
held ég, að sé sú reynsla, sem ég hef haft. Finnst mér mig skorta
kunnáttu á því sviði, hvemig eigi að ná athygli barna og koma
boðskapnum til skila. Eg vil öðlast meiri reynslu á þessu sviði,
alla þá kunnáttu, sem ég get aflað mér.
Finnst þér öðruvísi að fást við íslensk börn en amerísk?
Já, að vissu leyti, að minnsta kosti börnin í söfnuðinum þar,
sem ég var. Það var, held ég, miklu meiri agi þar en hér á
Islandi. Foreldrarnir öguðu börn sín miklu meira og spöruðu
ekki vöndinn. Þar af leiðandi fannst mér miklu betra að hafa
þau stillt og þæg heldur en hér á Islandi. Það tíðkast ekki eins
mikill agi hér.
Nú er för þinni heitið til Israels 2. september.
Já, keppnin er 2. september, en ég fer 27. ágúst til úrslita
orrustu í þessari alþjóðlegu keppni.
Hvað cetlast þú fyrir þar á eftir? Mun ísland njóta starfskrafta
þinna?
Jú, þegar ég kem aftur, hef ég í hyggju að stunda meira nám í
guðfræði í Háskólanum og kenna líka ensku. Ég hef kennt
undanfarna tvo vetur í námsflokkum Reykjavíkur. Vonast til
að fá það starf aftur í haust. Svo vonast ég til að halda áfram
með Sunnudaga-skólann og jafnvel að hafa líka drengjafundi
fyrir stráka frá Astjörn, sem eru á Reykjavíkur-svæðinu. Ég hef
þá áætlun: að vera hér á íslandi og starfa fyrir Drottin svo
lengi sem hann vill.
Þú þekkir til bceði hér og vestanhafs. Hvað finnst þér ísland
hafa framyfir?
Það er kannski ekki auðvelt að svara þessu. Meðal annars er
það hreint loft og hreint vatn. Ég kann virkilega að meta það, að
ekki er eins mikil mengun hér. Sérstaklega sakna ég vatnsins,