Norðurljósið - 01.01.1982, Síða 75
NORÐULJÓSIÐ
75
þegar ég er í Bandaríkjunum. Veðráttan, þó að hún sé köld, er
svona ekkert sérstaklega skemmtileg. Samt fínnst mér betra
að hafa svolítið kalt en of heitt, eins og var í Bandaríkjunum,
þar sem ég átti heima. Svo er það þjóðfélagið. Hér er meira
öryggi. Maður þarf ekki að vera hræddur um líf sitt eins og á
mörgum stöðum úti. Hérna er að mörgu leyti rólegra og
friðsælla. Ég taldi mig alltaf íslending, og ég elska ísland. Það
er heimalandið mitt. Mér finnst það mjög fallegt land, fjöllin,
jöklarnir og eldfjöllin. Svo sakna ég kannski ýmislegs frá
Bandaríkjunum. Ég bæði fæddist hér líkamlega og endurfædd-
ist, og ég tel, að Drottinn hafi starf handa mér hér á landi. Það
er aðalástæðan fyrir því, að ég er hér.
Þakka þér kcerlega fyrir samtalið, og ég óska þérgóðrarferðar.
t>ú cetlar út í Svarfaðardal bráðum, er það ekki?
Jú, á morgun.
Hefur þú gaman af hestum?
Hér er þá saga af honum Tvisti mínum, er ég segi frá í 1. bindi
ævisögu minnar: Mannlíf í mótun.
Tvistur var vel meðalhestur á hæð, rauðblesóttur með
stjörnu í enni.
A Miðfjarðarhálsinum, þar sem Tvistur ólst upp, er mikið
um mýradrög og fúaflár. Kýr hætta sér út í þær, en hestar
aldrei. En þeir fara þangað, þegar jörð er orðin svo frosin, að
hún heldur þeim uppi.
Eitt sinn fór ég með hann fram með Hamralæknum að
vestanverðu. Komum við þá að keldudragi, blautu og
rótarlausu. Hestur, sem fara átti yfir það, varð að stökkva yfir.
Eg steig af baki, lengdi tauminn og stökk yfir. Ætlaði ég Tvisti,
að hann skyldi fylgja mér. Það gerði hann ekki. Hann stóðkyrr
°g vildi forðast foræði það. Ég fór til hans og reyndi að lempa
hann með góðu til að freista stökksins. Ekki vildi hann hlýða.
Greip ég þá til svipunnar. Sárt þótti mér að þurfa að berja
hestinn minn. En annarra kosta var ekki völ. Öll hans framtíð
sem reiðhests var háð því, að hann hlýddi mér.