Norðurljósið - 01.01.1982, Page 82
82
NORÐURLJÓSIÐ
Frakkinn hans Sörens
Skólaganga var Sören enginn leikur. Ekki má nú skilja þetta
svo, að hann gæti ekki fylgst með í bekknum. Hann var í þeim
þriðjungi þar, sem bestur var við námið. Hann skaraði ekki
fram úr, ef litið var á námsgáfur, en úthaldsgóður var hann og
starfsfús, svo að hann hætti aldrei, uns hann hafði skilið
námskaflana. Frá kennarans hálfu var ekkert að, gagnstætt því.
Hann gladdist yfír iðna drengnum, er hagaði sér svo vel, að
hegðun hans var óaðfmnanleg.
Það voru börnin hin, sem gerðu að plágu skólagöngu Sörens.
Verstur þeirra allra var Jón. Hann var lítill, smávaxinn drengur
á Sörens aldri, stóð honum fjarri þó að kröftum. En eiturtunga
hans bætti það upp. Voru þær ekki fáar háðsglósurnar, sem
Sören fékk frá honum.
Sören var fátækur drengur. Hann átti heima hjá ömmu sinni
í litlu húsi. Foreldrar hans dóu bæði, þegar hann var lítill, og afi
hans var dáinn fyrir tveimur árum.
Skammt frá heimili Sörens áttu heima foreldrar Jóns,
bjuggu þar í hjáleigu-koti. Hann naut þó mikils álits hjá
félögum sínum í skólanum. Hann gat alltaf komið velklæddur í
skólann. Það gat Sören ekki. Amma hans gamla gerði vel við
fötin hans, er gat kom á þau. Því miður átti hún ekki alltaf eins
efni og það, sem var í fötunum. Gat því farið svo, að Sören vekti
eftirtekt vegna marglitu bótanna.
Voru honum gefm nöfn svo sem „vefnaðarvöru-auglýsing-
in“ og „fatabrúðan“. Gáfu þau honum félagar hans í
skólanum. Öðru hvoru lá við, að hann reiddist. Því varð ekki á
móti mælt, að sterkastur var hann af drengjunum í bekknum.
Kæmi til aflrauna, var enginn vafi á því, að hann gengi með
sigur af hólmi, jafnvel þótt margir drengir söfnuðust utan um
hann.
Það var einkum tvennt, er hjálpaði Sören til að hafa vald yfir
sér. I fyrsta lagi vissi hann, að hann syndgaði á móti Jesú, léti
hann reiðina hlaupa með sig í gönur. I öðru lagi gat hann ekki
látið ömmu sína vita til þess, að hann færi í áflog við drengina.