Norðurljósið - 01.01.1982, Side 85

Norðurljósið - 01.01.1982, Side 85
NORÐURLJÓSIÐ 85 Fiskiveiðar voru atvinna Marteins. Þau höfðu verið þögul um stund við vinnuna. Faðir hennar rauf þögnina og mælti: Það er eitthvað svo leiðinlegt í kvöld. Viltu ekki lesa eitthvað, sem hressir mig? Ella reis á fætur og náði í gömlu biblíuna. Hún vissi líka, að það voru orð hennar, sem faðir hennar vildi helst heyra. Nú las hún um, hvernig Jesús kyrrði storminn á vatninu. Sagan sú var einna best af þeim, er hún þekkti. Hún vissi líka, að í kvöld átti hún einnig vel við. Stormurinn var álíka mikill í kvöld og hann var, þegar frelsarinn kæri birti sínum lærisveinum, að hann er almáttugur. Er lestrinum lauk hjá Ellu, sungu þau feðginin saman einn sálm. Síðan bað hún innilega. Þá bauð hún góða nótt og gekk til herbergis síns. Lengi stóð hún kyrr og starði út í myrkrið gegnum gluggann eina, sem var á herbergi hennar. Hún hugsaði um föður sinn og óskaði þess innilega, að hann gæti orðið glaður. En glaður mundi hann aldrei verða, nema Jóhann, bróðir hans, kæmi heim. Hún þekkti hann aðeins af umtali. Hún vissi, að hann var yngsti bróðir föður hennar, og að hann hafði farið í siglingar fyrir 17 árum. Hafði þá faðir hennar áður ranglátlega og rækilega skammað hann. Ekkert hafði frést af honum í öll þessi ár. Líklega hafði hann farist og það fyrir löngu á hættufulla hafínu. Eingöngu var það föður hennar að kenna, að hann fór. Hann hafði verið maður harður mjög, uns hann fyrir fáum árum fór að þjóna frelsara sínum og Drottni, Jesú Kristi. Jóhann vildi helst verða smiður, og hann gat orðið það, ef hann fengi að halda til heima hjá sér, meðan hann væri að læra. Þetta vildi Marteinn ekki heyra nefnt. Móðir þeirra var ekkja. Hún ætti ekki að fara að strita, til þess að strákurinn gæti lært einhverja iðn. Hann ætti að stunda sveitavinnu eða gerast farmaður. Hvort heldur sem hann gerði, gæti hann strax séð um sig sjálfur. Svo harðorður hafði Marteinn verið, að bróðir hans fór á brott. Móðir þeirra var löngu dáin. Er Marteinn hafði gengið Jesú á hönd, þá óskaði hann þess mest af öllu, að hann gæti þrýst yngri bróður sínum að brjósti sér. En hann efaðist um, að Jóhann væri enn í lifandi manna tölu. Elín æskti þess innilega, að bróðir föður hennar kæmi aftur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.