Norðurljósið - 01.01.1982, Side 85
NORÐURLJÓSIÐ
85
Fiskiveiðar voru atvinna Marteins. Þau höfðu verið þögul um
stund við vinnuna. Faðir hennar rauf þögnina og mælti: Það er
eitthvað svo leiðinlegt í kvöld. Viltu ekki lesa eitthvað, sem
hressir mig?
Ella reis á fætur og náði í gömlu biblíuna. Hún vissi líka, að
það voru orð hennar, sem faðir hennar vildi helst heyra. Nú las
hún um, hvernig Jesús kyrrði storminn á vatninu. Sagan sú var
einna best af þeim, er hún þekkti. Hún vissi líka, að í kvöld átti
hún einnig vel við. Stormurinn var álíka mikill í kvöld og hann
var, þegar frelsarinn kæri birti sínum lærisveinum, að hann er
almáttugur.
Er lestrinum lauk hjá Ellu, sungu þau feðginin saman einn
sálm. Síðan bað hún innilega. Þá bauð hún góða nótt og gekk til
herbergis síns. Lengi stóð hún kyrr og starði út í myrkrið
gegnum gluggann eina, sem var á herbergi hennar. Hún
hugsaði um föður sinn og óskaði þess innilega, að hann gæti
orðið glaður. En glaður mundi hann aldrei verða, nema
Jóhann, bróðir hans, kæmi heim. Hún þekkti hann aðeins af
umtali. Hún vissi, að hann var yngsti bróðir föður hennar, og
að hann hafði farið í siglingar fyrir 17 árum. Hafði þá faðir
hennar áður ranglátlega og rækilega skammað hann.
Ekkert hafði frést af honum í öll þessi ár. Líklega hafði hann
farist og það fyrir löngu á hættufulla hafínu. Eingöngu var það
föður hennar að kenna, að hann fór. Hann hafði verið maður
harður mjög, uns hann fyrir fáum árum fór að þjóna frelsara
sínum og Drottni, Jesú Kristi.
Jóhann vildi helst verða smiður, og hann gat orðið það, ef
hann fengi að halda til heima hjá sér, meðan hann væri að læra.
Þetta vildi Marteinn ekki heyra nefnt. Móðir þeirra var ekkja.
Hún ætti ekki að fara að strita, til þess að strákurinn gæti lært
einhverja iðn. Hann ætti að stunda sveitavinnu eða gerast
farmaður. Hvort heldur sem hann gerði, gæti hann strax séð
um sig sjálfur. Svo harðorður hafði Marteinn verið, að bróðir
hans fór á brott. Móðir þeirra var löngu dáin. Er Marteinn
hafði gengið Jesú á hönd, þá óskaði hann þess mest af öllu, að
hann gæti þrýst yngri bróður sínum að brjósti sér. En hann
efaðist um, að Jóhann væri enn í lifandi manna tölu.
Elín æskti þess innilega, að bróðir föður hennar kæmi aftur.