Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 86
86
NORÐURLJÓSIÐ
Aldrei kom það kvöld, að hún bæði ekki fyrir honum. Eins var
það þetta kvöld. Aður en hún gekk til hvílu spennti hún greipar
og bað: O, Drottinn, þú, sem allt megnar, vertu með þeim í
nótt, sem sigla á sjónum og eru, ef til vill, að berjast fyrir lífi
sínu. Gefðu, að Jóhann föðurbróðir minn geti komið til okkar,
svo að pabbi geti orðið glaður aftur.-
Er Ella var komin á fætur næsta morgun og hafði beðið sína
morgunbæn, gekk hún ofan að hafinu. Ennþá geisaði
stormurinn með nálega sama krafti. Þá sá hún, að stórt skip var
fast á rifi skammt frá landi. Þetta áður tigulega seglskip var nú
orðið aumkunarverð sjón að sjá. Siglutrén voru brotin, seglin
orðin að druslum. Einstöku menn sáust enn á skipinu. Stöku
menn voru á flakinu. Örvinglaðir héldu þeir sér í þær spýtur,
sem voru eftir af skipinu. Félagar þeirra höfðu víst farist í
öldunum. Það særði hjarta Ellu mikið, að sjá vesalings mennina
þarna. Þeir hrópuðu á hjálp. En um mannlega hjálp var ekki að
ræða eins og á stóð.
Grátandi gekk Ella heim til föður síns og sagði honum, hvað
hún hafði séð. Saman báðu þau fyrir skipbrotsmönnunum.
Hún bjó svo til morgunverðinn, en mátti bera hann burt aftur
nálega ósnertan. Hvernig gátu þau neytt matar, er í nánd voru
menn, sem stóðu andspænis dauðanum?
Feðginin gengu mörgum sinnum niður að sjónum þennan
dag. I síðasta skipti var skipið horfið í sjóinn. Aðeins einn
maður hafði náð landi. Hann hafði ríghaldið sér í plankann,
sem bar hann að ströndinni. Auðvitað var hann mikið meiddur.
Blóðið seitlaði um andlit hans úr grunnu sári á enninu. Er
Marteinn gaf honum nánari gætur, fölnaði hann. Ella, þetta er
Jóhann, kæri bróðirinn minn!
Er heim var komið, var skipbrotsmaðurinn látinn í rúmið.
Honum var gefíð heitt að drekka. Eftir nokkrar klukkustundir
gat hann talað. Areiðanlega varð hann undrandi, er hann sá, að
hann var í húsi bróður síns. Marteinn þreyttist ekki á því: að
koma vel fram við hann, bróðurinn, sem hann með hörðum
orðum hafði rekið í burtu fyrir mörgum árum. Hann vildi því
ekki heyra það, að Jóhann færi aftur í siglingar, þegar hann var
orðinn heilbrigður. Þú getur verið hér og hjálpað mér til að
fiska, sagði hann.