Norðurljósið - 01.01.1982, Page 87
NORÐURLJÓSIÐ
87
Þannig varð það, og betri félaga en þá bræður er ekki auðvelt
að hugsa sér. Samband þeirra varð þó ennþá innilegra, þegar
Jóhann varð lærisveinn Jesú. Ella varð alveg frá sér numin af
gleði, þegar það gerðist. Nú gátu þau öll í litla húsinu lofað
frelsarann fyrir alla hans gæsku.
(Þýtt úr dönsku)
Gætdr þú gefið bamið þitt?
Kvöldið var kyrrt og fagurt. Frú Anna frá Dermanleigh gekk
, gegnum trjágarðinn niður að litlu húsi. Þar bjó dyravörðurinn,
Jón Farnham, og kona hans, Magga. Elín, lítil dóttir þeirra, var
að leika sér hjá götunni, sem frú Anna gekk. Hún var með
nokkur skrautleg blóm, þegar hún heyrði fótatak, leit hún upp
og sá ástúðlegu, fölleitu frúna, sem stóð rétt hjá henni.
Elín leit snöggvast í augu hennar, stóð á fætur og stakk
þessum ilmandi blómvendi í hönd frú Önnu, sjáanlega fullviss
um, að gjöfín yrði þegin. Hún var líka vel þegin. Frú Anna
kyssti barnið fyrir hana. Síðan tók hún blómin í aðra höndina,
en litla, holduga barnshönd í hina. Hélt hún svo þögul leiðar
sinnar til litla hússins.
Þegar hún hafði setið þar stundarkorn og spjallað við hjónin,
sagði hún og var óstyrk í röddinni: Jón og Magga, hvað þið
eigið gott. Þið eigið þrjú lítil börn, sem eru ykkur til ánægju, en
ég á ekkert. Getið þið séð af Elínu handa mér? Hún þrýsti Elínu
blíðlega að brjósti sér. Fyrirgefíð mér, að ég bið svo stórrar
bónar, en hjarta mitt þráir svo kærleika lítils barns.
Dálitla stund varð þögn í húsinu. Jón gekk til dyra og leit út.
Mikilfengleg ákvörðun skein úr augum hans, er hann sneri sér
við og gekk til konu sinnar. Vissulega er það Guðs vilji, kæra
Magga, að við gefum frú Önnu litlu stúlkuna, sagði hann.
Rödd hans var mjög óskýr.
Já, Jón, hann mun hjálpa okkur, svaraði hún, því að hún
hafði einnig háð baráttu og unnið sigur, þó að tíminn væri
stuttur. Augu hennar voru þó tárvot, er hún sneri sér að frú
Önnu og sagði: