Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 88
88
NORÐURLJÓSIÐ
Kæra, kæra húsmóðir, þér skuluð hafa barnið, og Drottinn
gefí, að það verði yður til blessunar.
Maður frú Önnu varð mjög þakklátur, er hann sá þá gleði,
sem nú hófst hjá konu hans, er Elín litla kom til hallar þeirra.
Hvemig get ég lengur verið fjarlægur Guði, sem er góður og
miskunnsamur, sagði hann kvöld nokkurt. Hjarta mitt er fullt
af blygðun vegna kæruleysis míns og synda. Ég minntist á
þetta við Jón fyrir nokkrum dögum. Einmitt það, einmitt það,
herra Ríkarður, sagði hann. Ég er viss um, að Guð er að starfa í
sál yðar. Með öðru móti fynduð þér ekki til synda yðar og
kæruleysis. Leyfið Guði að leiða yður eins og hann vill. - Mig
langar til að krjúpa á kné og biðja Guð að fyrirgefa mér syndir
mínar.
Hjónin krupu niður hlið við hlið. Er þau risu á fætur, vissu
þau, að syndir þeirra beggja voru fyrirgefnar, að þau væru
orðin „ný sköpun í Jesú Kristi“.
Saga þessi var þýdd til þess, að þú, sem lest hana, minnist
þess: „Að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf soninn sinn
eina til þess að hver, sem trúir á hann, glatist ekki, heldur
hafí eilíft líf.
Hefur þú veitt gjöf Guðs viðtöku? Hafír þú ekki gjört það
enn, viltu þá ekki gjöra það nú? „Sjá, nú er mjög hagkvæm tíð,
sjá nú er hjálpræðisdagur“. (2. Kor. 6.2).
(S.G.Jóh. þýddi, líklega snemma í janúar 1929. Málið ofurlítið
bætt).
Misskilningur bankastjórans
Eftir dr. Oswald J. Smith
Bankastjóri og kaupsýslumaður sátu og ræddust við. Kaup-
sýslumaðurinn hallaðist áfram í sætinu og var að segjaeitthvað
með mikilli alvöru, er bankastjórinn greip fram í fyrir honum.
Hlægilegt! Fjarstæða! Heimska! sagði hann, og háðsbros lék
um varir honum.
Hvers vegna? spurði hinn.