Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 89
norðurljósið
89
Hvers vegna? Þurfið þér, hugsandi maður, að spyrja? Hvílík
vitleysa. Og hann hló háðslega.
Jú, herra minn, ég spyr, hvers vegna?
Hvers vegna? ætlið þér að segja mér, að dauði Jesú Krists
fyrir mig á krossinum geti fullnægt Guði? Burt með slíkar
getgátur! Ef ég á að frelsast, verður það að vera vegna þess, er
ég geri sjálfur. Hann stappaði niður fætinum í bræði.
O, ég.skil þetta, svaraði hinn. Nú veit ég, hvað að yður
gengur. Þér haldið, að þér hafið rétt til að búa yður til hjálpræð-
isveg, þess vegna hafnið þér áformi Guðs og fyrirlítið það.
Hvað eigið þér við með þessu? spurði bankastjórinn.
Hlustið nú á: Setjum svo, að maður kæmi til yðar og segði:
Herra bankastjóri, ég er í sárri fjárþörf. Mig langar til, að þér
lánið mér peninga. Hvor ykkar hefði réttinn til að setja skilyrð-
in og skilmálana, sem lánið væri háð, þér sem bankastjóri og
eigandi íjárins eða maðurinn, sem vantaði það.
Eg að sjálfsögðu. Hann yrði að ganga að skilmálum mínum
áður en hann gæti fengið peningana, svaraði bankastjórinn.
Alveg rétt. Og þetta er, herra minn, afstaða yðar. Þér eruð
vesalings, ósjálfbjarga öreigi, glataður og úti er um yður. Guð
er hinn mikli bankastjóri. Þér komið til hans til að öðlast
miskunn og fyrirgefningu. Viljið þér segja mér, hvor hefur
réttinn til að setja skilyrðin og skilmálana, sem hjálpræði yðar
er háð, þar sem þér eruð maðurinn í fjárþörfinni og Guð
bankastjórinn?
Æ, svona hef ég aldrei skilið þetta áður, svaraði bankastjór-
inn með furðuhreim í röddinni. Auðvitað get ég ekki sett
skilmálana. Guð hefur réttinn til þess, hann einn.
Samt hafið þér verið að búa til yðar eiginn veg. Þér hafið
gleymt því, að öreigar setja ekki skilmálana, heldur verða þeir
að ganga að þeim. Allan þann tíma hefur Guð, bankastjórinn
mikli, verið að bjóða yður hjálpræðið, sem er samkvæmt áformi
hans. Viljið þér nú ekki sleppa hugmyndum yðar og ganga að
skilmálum hans? Eruð þér fús til að mæta skilmálum Guðs?
Með Guðs hjálp vil ég það, svaraði bankastjórinn með
auðmýkt, er ljósið nýja skein í sál hans.
Vinur minn, hvernig er ástatt með þig? Hefur þú verið að
búa þér til hjálpræðisveg? „Eg er vegurinn,“ sagði Jesús,