Norðurljósið - 01.01.1982, Page 91
NORÐURLJÓSIÐ
91
Róbert Raikes til hcegri á miðri mynd, talar við síra Tórnas Stock. Lengst til hcegri eru
nokkrir götudrengir að leika sér.
Englendingur þessi (1735-1811) var mjög mikill, sannkristinn
frávillingur meðal sinnar samtíðar - og verðskuldar nánari
athugun.
Hann fæddist í auðugri og áhrifamikilli fjölskyldu. Faðir
hans, er hét líka Robert, stofnaði Gloucester dagblaðið. Tók
hinn yngri Raikes við því, er faðir hans dó 1757. Eldri bróðir
hans, Tómas, var kunnur maður sem einn af forstjórum
Englandsbanka.
Raikes var lýst sem hávöxnum, eftirtektarverðum manni,
ofurlítið feitum, klæddum samkvæmt tískunni. Hann var
ástríkur og skyldurækinn sem eiginmaður og faðir. Hann
tilheyrði heit-trúar stefnunni (pietisma) og hneigðist lítið eitt
að dulspeki. Eðlisfar hans var hafíð yfír aðfinnslur.
Þótt kringumstæður Raikés væru þægilegar, gat hann ekki
annað en tekið eftir, við hvaða kjör lifðu lægri stéttirnar
umhverfís hann. Athygli hans beindist fyrst að því, hve
hörmulegt ástand ríkti í fangelsunum í Gloucester, Þegar
unglingar áttu í hlut. Þeim var enginn matur gefmn og mundu
hafa dáið úr hungri, ef afbrotamenn aðrir hefðu ekki gefíð þeim
af mat sínum. Barðist hann hraustlega fyrir því, að ástandið í
fangelsunum yrði betra. 1768 hóf hann þessa baráttu í Dagblaði