Norðurljósið - 01.01.1982, Page 101
norðurljósið
101
kjörið hana handa sér. Hún átti að verða útvalið ker, sem
fagnaðarboðin flytti þúsundum landsmanna hennar.
Hvernig er ástatt með sál yðar, frú?
Hún hætti að dansa. Aftur kom spurningin, sem hún hafði
verið spurð tíu árum áður:
Hvemig er ástatt með sál yðar?
Skyndilega var sigurinn unninn. Þegar í stað kom svarið frá
hjarta hennar:
Já, Drottinn Jesús, allt heyrir þér til. Hún öðlaðist
vitnisburð Andans hið innra með sér þegar á næsta andartaki.
Nú vissi hún, að hún var Krists um tíma og eilífð. Af Guði var
hún fædd. Nafnið hennar var skráð í lífsbók Lambsins (Jesú).
Nálega ósjálfrátt sneri hún sér frá prinsinum, dansfélaga
sínum. An þess að segja orð fór hún að hneigja sig í margar áttir
í stóra, skrautlega uppljómaða danssalnum keisarans. Prinsinn
vissi ekki, hvað gjörst hafði í sál hennar, hélt, að hún væri veik
°g sneri sér áhyggjufullur að henni og sagði: Frú, ef þér viljið
yfirgefa höllina, þá krefjast hirðsiðir þess, að þér hneigið yður í
áttina til keisarahjónanna, sem standa þarna yfírfrá. Þér eruð að
hneigja yður í ranga átt.
Nei, yðar hágöfgi, svaraði greifafrúin, það er ekki það. Ég
hneigi mig ekki fyrir hátignunum. Ég er að kveðja þennan
danssal og allar þær lífsvenjur, sem hann táknar. Skyndilega og
fíl fulls hef ég gert mér ljóst, að ég heyri ekki þess konar lífí til.
Héðan í frá heyri ég Kristi til og honum einum. Með dýrmætu
blóði sínu hefur hann leyst mig frá þessum synduga heimi. í tíu
ár hef ég á laun fylgt honum. En héðan í frá, sem svar við kalli
hans, yfirgef ég þessa jarðnesku dýrð og allt, sem ég er og á.
Lærisveinn hans verð ég, hvað sem það kann að kosta.
Vinur minn, hvernig er ástatt með sál ÞINA? Væntir þú
þess, að kirkjan sjái þér farborða, sé það svo, má ég þá aðvara
þig? að þú ert í hættu og hvetja þig til að veita Jesú Kristi
viðtöku sem frelsara þínum? - ekki eftir tíu ár, heldur nú. „Því
að hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan
heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni?“ Vilt þú veita frelsaranum
viðtöku? Gerðu það og gerðu það NÚ.
(Þýtt S.G.J.)