Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 104
104
NORÐURLJÓSIÐ
29.13.14.). Ekkert hafði fært mér nokkra hamingju. Ég var því
fús til að reyna allt. v
Sjómannakirkjur þekkti ég frá ferðum mínum erlendis. Ég
vissi það: að það að vera sannkristinn, væri úrlausnin. Hvernig
ég átti að verða það, vissi ég ekki. Ég ákvað að fara til sjómanna-
kirkjunnar.
Aleiðis til kirkjunnar lagði ég af stað eitt febrúar-kvöld.
Vegvísirinn var á kafi í snjó. En á milli trjánna sá ég lýsandi
kross. Krossinn á kirkjunni varð mér vegarmerki. Undir
krossinum á kirkjunni fann ég hlýju, öryggi og samfélag.
Ég skildi síðar, að ég varð að taka afstöðu til frelsarans, svo að
ég gjörði það. Ég gekk á hönd þeim frelsara, sem þekkti mig,
ófullkomleika minn og veikleika. Ég gekk heim, las í minni
biblíu og bað til hans. Þessa nýju afstöðu mína kynnti ég öllum í
kringum mig. Ég byrjaði nýja tilveru.
Bjarni var þar næst eitt ár í siglingum hjá sama skipafélagi.
En biblía og sálmabók voru með í farangrinum. Með
biblíulestri og bæn fékk hann þann styrk, sem hann þarfnaðist. ^
Hann ávann sér virðingu vegna þess, er Jesús hafði gjört fyrir
hann.
Síðan fór hann í biblíuskóla, fékk að standa á ræðupalli og
predika. Mörg ár eru liðin síðan. Ekki verður hann óháðari
Jesú. Þegar sagan var rituð, var hann í fullu starfi hjá „Bláa
krossinum,“ sem vinnur að björgun drykkjumanna og
eiturlyíja neytenda. „Það allt, sem þér gjörðuð einum minna
minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ (Matt. 25.40.).
Alvarleg orð og íhugunar verð!
Bjarni endar svo sögu sína, sem hefur verið mjög mikið stytt,
á þessum orðum: Ég þakka honum, sem hefur frelsað mig og
sýnt mér allt þetta, og að ég fæ að vera í þjónustu hans. v
Fyrirheitin eru í gildi enn í dag sem áður. „Sjá, ég er með yður
alla daga,“ einnig á erfiðu dögunum.
(Söguna varð að stytta. Hún var allt of löng fyrir Nlj.)
Þýtt hefur og endursagt S.G.J.
i